
Tiger er enn verðmætasti íþróttamaðurinn
Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er enn verðmætasti íþróttamaður heims og er með traust grip á þeirri stöðu. Forbes Magazine greindi verðmæti íþrótta eftir 4 flokkum: íþróttamönnum, íþróttaliðum, íþróttaviðburðum og íþrótta fyrirtæki og birti í gær.
Tiger er langefstur af íþróttamönnunum og er með metið markaðsvirði upp á $38 milljónir, jafnvel þó það hafi lækkað úr $ 82 milljónur 2010 og úr $ 55 milljónum, 2011. Hjá Forbes kom ennfremur fram að tekjur hans hefðu snarminkað vegna þess að hann „missti marga styrktaraðila í eftirleik framhjáhalds hans og eftirfarandi skilnaðar“ auk þess sem „golfvallarhönnunarverkefni hans hafa gengið illa.“
Svissneski tennissnillingurinn Roger Federer er í 2. sæti með markaðsvirði upp á $ 29 milljónir. Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson og breska fótboltastjarnan David Beckham og NBA stjarnan LeBron James deila 3. sætinu með markaðsvirði upp á $ 26 milljónir hver, og hlauparinn frá Jamaíka, Usain Bolt er í 7. sæti með markaðsvirði upp á $ 17 milljónir.
Meðal íþróttaliða er markaðsvirði New York Yankees mest, en íþróttafélagið er metið á $363 milljónir. Manchester United, sem er í ensku úrvalsdeildinni er í 2. sæti með metið markaðsvirði upp á $293 milljónir og síðan er Real Madrid í La Liga á Spáni í 3. sæti á $255 milljónum. Fimm á topp 10 af íþróttaliðunum voru fótboltafélög í Evrópu.
Í íþróttaviðburðum er Super Bowl í efsta sæti með markaðsvirði upp á $470 milljónir, í 2. sæti eru sumar Olympíuleikarnir á $348 milljónir og síðan í 3. sæti FIFA World Cup $147 milljónir. Vetrarólympíuleikarnir eru í 6. sæti á $123 milljónir.
Hvað fyrirtækin snerti er íþróttavöruframleiðandinn Nike í efsta sæti með markaðsvirði upp á $159 milljónir, meðan íþróttasjónvarpsstöðin ESPN er í 2. sæti og metið á $115 milljónir.
Heimild: Chosun.com
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024