Tiger Woods
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2012 | 08:45

Tiger er enn verðmætasti íþróttamaðurinn

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er enn verðmætasti íþróttamaður heims og er með traust grip á þeirri stöðu. Forbes Magazine greindi verðmæti íþrótta eftir 4 flokkum: íþróttamönnum, íþróttaliðum, íþróttaviðburðum og íþrótta fyrirtæki og birti í gær.

Tiger er langefstur af íþróttamönnunum og er með metið markaðsvirði upp á $38 milljónir, jafnvel þó það hafi lækkað úr $ 82 milljónur 2010 og úr $ 55 milljónum, 2011. Hjá Forbes kom ennfremur fram að tekjur hans hefðu snarminkað vegna þess að hann „missti marga styrktaraðila í eftirleik framhjáhalds hans og eftirfarandi skilnaðar“ auk þess sem „golfvallarhönnunarverkefni hans hafa gengið illa.“

Svissneski tennissnillingurinn Roger Federer er í 2. sæti með markaðsvirði upp á $ 29 milljónir. Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson og breska fótboltastjarnan David Beckham og NBA stjarnan LeBron James deila 3. sætinu með markaðsvirði upp á $ 26 milljónir hver, og hlauparinn frá Jamaíka, Usain Bolt er í 7. sæti með markaðsvirði upp á $ 17 milljónir.

F.v.: David Beckham, Roger Federer og Tiger Woods

Meðal íþróttaliða er markaðsvirði New York Yankees mest, en íþróttafélagið er metið á  $363 milljónir. Manchester United, sem er í ensku úrvalsdeildinni er í 2. sæti með metið markaðsvirði upp á $293 milljónir og síðan er Real Madrid í La Liga á Spáni í 3. sæti á $255 milljónum. Fimm á topp 10 af íþróttaliðunum voru fótboltafélög í Evrópu.

Í íþróttaviðburðum er Super Bowl í efsta sæti með markaðsvirði upp á  $470 milljónir, í 2. sæti eru sumar Olympíuleikarnir á  $348 milljónir og síðan í 3. sæti  FIFA World Cup $147 milljónir. Vetrarólympíuleikarnir eru í 6. sæti á $123 milljónir.

Hvað fyrirtækin snerti er íþróttavöruframleiðandinn Nike í efsta sæti með markaðsvirði upp á $159 milljónir, meðan íþróttasjónvarpsstöðin ESPN er í 2. sæti og metið á $115 milljónir.

Heimild: Chosun.com