Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2012 | 23:45

PGA: Bud Cauley og Marco Dawson leiða á McGladreys – hápunktar 1.dags

Það eru Bud Cauley og Marco Dawson, sem leiða eftir 1. dag The McGladreys Classic mótsins, sem hófst á Sea Island í Georgíu í dag.

Báðir léku þeir á 8 undir pari, 62 glæsihöggum!!! Cauley fékk 8 fugla á skollalausum hring og Dawson fékk 9 fugla og 1 skolla.

Boo Weekley, Rod Pampling og Greg Owen deila 3. sætinu á 64 höggum, hver.  Davis Love III Ryder bikars fyrirliði Bandaríkjanna og Camilo Villegas eru síðan tveir af 9 kylfingum sem deila 6. sætinu á 5 undir pari 65 höggum, hver.

John Daly er í 87. sæti ásamt 12 öðrum kylfingum á sléttu pari, 70 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag McGladreys mótsins SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá myndskeið með hápunktum 1. dags á McGladreys mótinu SMELLIÐ HÉR: