Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2012 | 23:00

Evróputúrinn: Cañizares og Hendry í forystu eftir 1. dag í Perth

Alejandro Cañizares frá Spáni og Michael Hendry frá Nýja-Sjálandi deila forystu á ISPS Handa Perth International, en mótið hófst í dag í Perth í Ástralíu.

„Þetta var góður hringur“ sagði Cañizares m.a. eftir hringinn góða þar sem han fékk 7 fugla í skollafríum hring, „ég var að slá virkilega vel og setti niður nokkur pútt þannig að ég er virkilega ánægður.“

Cañizares og Hendry léku báðir á 7 undir pari, 65 höggum.

Í 3. sæti aðeins 1 höggi á eftir er Emiliano Grillo frá Argentínu. Englendingarnir Paul Casey og Andrew Johnston deila 4. sætinu á 5 undir pari, 67 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag ISPS Handa Perth International SMELLIÐ HÉR: