Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2012 | 10:15

Evróputúrinn: Grillo leiðir þegar ISPS Handa Perth International er hálfnað

Argentínski kylfingurinn Emiliano Grillo hefir tekið forystuna á ISPS Handa Perth International þegar mótið er hálfnað.

Grillo er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 133 höggum (66 67).

„Mér fannst ég vera að slá betur í gær en í dag, en 2 ernir og það að ég setti beint niður úr sandglompu hjálpuðu mikið upp á skorið í dag,“ sagði Grillo m.a. eftir hringinn. I

Í 2. sæti eru ástralski kylfingurinn Jason Scrievner og bandaríski kylfingurinn Boo van Pelt 4 höggum á eftir á samtals 7 undir pari, 129 höggum, hvor.

Paul Casey deilir sem stendur 23. sætinu ásamt 7 öðrum eftir slakan hring upp á 75 högg og er samtals á 2 undir pari; 9 höggum á eftir Grillo.

Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð voru James Kingston frá Suður-Afríku og Gareth Maybin frá Norður-Írlandi.

Til þess að skoða stöðuna þegar  ISPS Handa Perth International er hálfnað SMELLIÐ HÉR: