Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2012 | 11:00

Birgir Leifur fer út kl. 13:35 að íslenskum tíma í Mississippi

Birgir Leifur Hafþórsson, afrekskylfingur úr GKG, hefur leik kl. 8:35 að staðartíma í Lake Caroline Golf Club, í Madison, Mississippi sem er kl. 13: 35 að íslenskum tíma.  (Til þess að komast á heimasíðu golfklúbbsins  SMELLIÐ HÉR: )

Hann hefur 4. hring sinn á 1. teig. Með honum í holli eru  Chang Song og Ryan Brehm. Sá sem á rástíma 10 mínútum á undan Birgi Leif (að vísu af 10. teig) er Angel Cabrera frá Argentínu, tvöfaldur risamótsmeistari.

Golf 1 óskar Birgi Leif góðs gengis í dag en hann þarf á virkilega góðum hring að halda til að tryggja sig áfram!!!

Til þess að fylgjast með stöðunni á úrtökumóti PGA í Mississippi SMELLIÐ HÉR: