Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2012 | 07:50

LPGA: Suzann Pettersen sigraði á Hana Bank Championship eftir 3 holu bráðabana við Catrionu Matthew

Það voru norska frænka okkar Suzann Pettersen og Catriona Matthew frá Skotlandi sem voru efstar og jafnar eftir 72 spilaðar holur á Ocean golfvelli, Sky 72 golfklúbbsins, í Incheon, í Suður-Kóreu á LPGA KEB Hana Bank Championship. (Til þess að komast á heimasíðu klúbbsins  SMELLIÐ HÉR: (aðeins fyrir þá sem tala kóreönsku) en fyrir þá sem vilja sjá góða yfirlitsmynd af vellinum, sem er einn af hönnunargimsteinum Gullna Bjarnarins, Jack Nicklaus SMELLIÐ HÉR: )

Báðar voru þær á samtals 11 undir pari, 205 höggum; Suzann (63 68 74) og Catriona (68 70 67).  Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og var 18. holan spiluð 3 sinnum. Í tveimur fyrstu skiptunum voru þær Suzann og Catriona báðar á parinu en í 3. skiptið tókst Suzann að ná fugli og Catriona tapaði á parinu, sem hún var á.

Aðeins 1 höggi á eftir þeim var nr. 1 á Rolex-heimslistanum og sú sem átti titil að verja Yani Tseng, sem virðist stigin upp úr miklum öldudal sem hún er búin að vera í á seinni helmingi þessa árs. Gott að sjá Yani aftur meðal 10, ja nú má segja 5 efstu í móti!!!  Yani var sem sagt á 10 undir pari, 206 höggum (67 70 79).

Í 4. sæti á samtals 9 undir pari var Se Ri Pak frá Suður-Kóreu og 5. sætinu deildu þýska W-7 módelið Sandra Gal og hin unga Lexi Thompson, á samtals 8 undir pari, hvor

Til þess að sjá úrslitin á LPGA KEB Hana Bank Championship SMELLIÐ HÉR: