Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2012 | 13:00

Evróputúrinn: Greg Chalmers um muninn á áströlskum og bandarískum ungkylfingum

Nú er nýlokið á Lake Karrinyup golfvellinum í Perth, Vestur-Ástralíu, ISPS Handa Perth International mótið, sem er hluti af Evrópumótaröðinni.

Greg Chalmers var einn af „heimamönnunum“ sem kepptu og nældi sér í 10. sætið, sem var besti árangur ástralskra kylfinga í mótinu.  Chalmers lék á samtals 7 undir pari (68 73 69 71).

Chalmers er auk þess einn af mest áhugaverðu kylfingunum á Túrnum og í nýlegu viðtali talaði hann m.a. um það hvernig væri að vera í forystu snemma í móti og muninn á áströlskum og bandarískum ungkylfingum í því sambandi.

„Ég held að þetta sé eitt af því erfiðasta fyrir flest fólk (þ.e. að vera í forystu snemma í móti) og það er nokkuð sem ég hef átt í basli með á ferlinum að venjast, því þetta líkist því að vera í fiskabúri; það er erfitt að venjast því að vera náunginn sem allir eru að fylgjast með. Og það er ekki þar til maður venst þessu og finnst það þægilegt að maður vill meira af þessu; en sumir ungir kylfingar þrífast á þessu og líkar vel við þetta,“ sagði Chalmers.

„En flestir krakkar þegar þeir  byrja, ungir náungar, sem fara þarna út og eru á 6 eða 7 undir pari á fyrsta degi og finnst fólk vera að fylgjast með þeim finna einhverja leið til þess að eyðileggja forystuna. Þetta er svona tilhneigingin. En margt af bandarísku ungkylfingunum er einmitt andstaðan af þessu og það er munurinn á áströlskum og bandarískum ungkylfingum. Bandarísku krakkarnir sem eru í forystu, fara þarna út og VILJA beinlínis að fylgst sé með þeim daginn eftir, það er afstaða þeirra. Þetta er bara munur á afstöðu.“

—————————–

Hver skyldi afstaða íslenskra ungkylfinga vera? Ætli það borgi sig ekki að vera líkari þeim bandarísku…. smá sjálfsöryggi skaðar aldrei!!!