Theodór Emil Karlsson, GKJ. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2012 | 16:00

Bandaríska háskólagolfið: Ari og Theodór Emil hefja leik á Millsaps College Invitational

Theodór Emil Karlsson, klúbbmeistari GKJ 2012 og Ari Magnússon, GKG, sem báðir spila með golfliði The University of Arkansas at Monticello hefja í dag leik á Millsaps College Invitational.

Ari Magnússon, GKG. Mynd: Golf 1

Mótið er 3 daga og stendur 21. – 23. október og fer fram í Madison, Mississippi, í sama golfklúbbi og Birgir Leifur varð svo glæsilega meðal 16 efstu og kom sér á næsta stig úrtökumóts fyrir PGA Tour; Lake Caroline.

Golf 1 óskar þeim Theodór Emil og Ara góðs gengis í mótinu!