
18 atriði sem eru jákvæð við golf (1. hluti af 6)
Maður að nafni David Owen hefir tekið saman lista um 18 atriði sem eru jákvæð varðandi golf. Listinn birtist í Golf Digest. Hér fer fyrsti hlutinn í lauslegri þýðingu:
1. Golf er bara leikur. Leikir gera ekkert til að leysa vanda heimsins, en þeir gera vandann ekki verri heldur. Það er meira en hægt er að segja um margt af því sem fólk ver tíma sínum í að gera.
2. Grundvöllur golfleiks er heiðarleikinn. Þetta er eina atvinnumannsíþróttin þar sem ætlast er til að leikmenn víti sjálfa sig … sem þeir gera oft líka. Þó eru líka til atvinnumenn sem reyna að sneiða hjá vítum á sjálfa sig eða reyna jafnvel að svindla, t.d. með því að bæta legu sína þegar þeir halda að enginn fylgist með. Þrátt fyrir það verður að taka viljann fyrir verkið og golf er ætlað að vera leikur heiðarleika.
3. Að spila 18 holur er góð leið til þess að kynnast mönnum. Golfleikurinn hefir sínar eiginn leiðir til að magna upp persónuleikagalla – kvörtunarsemi, karaktera sem eru við það að springa af reiði þ.e. eru að spila golf „afturábak“ þ.e. spila ekki golf heldur fá flog (golf stafað afturábak), óheiðarlega kylfinga, þá sem skortir góðvild, besserwisserhátt, þá sem lifa í sjálfsblekkingu, þá sem skortir íþróttamennsku (jafnvel þegar talið er að viðkomandi sé íþróttastjarna 🙁 ), eigingirni, sjálfhverfni, narcissma, svik, skort á samúð og samkennd o.s.frv. o.s.frv. eiginleika sem maður kemur oft ekki auga á utan vallar. Það er hægt að telja sig þekkja manneskju í mörg ár án þess að gera sér grein fyrir að viðkomandi er ekki „ágætis náungi“ heldur einn allsherjar stór, djölfulsins drullusokkur. Að kynnast þeim sem þið ætlið að eiga viðskipti við á golfvellinum er þegar allt kemur til alls ekki svo vitlaus hugmynd. Mynduð þið t.a.m. vilja láta einhvern sjá um fjármál ykkar þegar viðkomandi hefir svindlað bolta sínum í betri legu þegar hann hélt að þið sæjuð ekki til?
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024