Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2012 | 08:45

LPGA: Suzann Pettersen og Inbee Park efstar og jafnar í Taíwan þegar Sunrise mótið er hálfnað

Norska frænka okkar Suzann Pettersen og Inbee Park frá Suður-Kóreu eru efsta og jafnar þegar Sunrise LPGA Taíwan Championship er hálfnað í Yang Mei í Taíwan.

Báðar eru þær búnar að spila á 10 undir pari, 134 höggum hvor; Pettersen (69 65) og Park (65 69). Suzann átti glæsihring í dag upp á 7 undir pari, þar sem hún fékk 7 fugla og 10 pör og tapaði þ.a.l. hvergi höggi.  Þetta var hringurinn sem Park átti í gær en í dag gekk verr hún fékk 5 fugla og 2 skolla og þ.a.l. jafnaði komst Pettersen upp við hlið hennar.

Þriðja sætinu deila tvær góðar Yani Tseng nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna og hin skoska Catriona Matthew. Báðar eru þær búnar að spila á samtals 8 undir pari, hvor og eru því 2 höggum á eftir forystukonunum.

Í 5. sæti er síðan bandarísk stúlka Alison Walshe á samtals 6 undir pari 4 höggum á eftir forystukonunum Suzann Pettersen og Inbee Park.

Til þess að sjá stöðuna þegar Sunrise mótið er hálfnað SMELLIÐ HÉR: