Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2012 | 08:45

Rick Jensen: Greg Norman „fór ekki í kerfið“ á the Masters 1996

Hér á eftir fer ágætis grein James Achenbach hjá Golfweek í mjög lauslegri íslenskri þýðingu. Það sem er til umfjöllunar er það sem gerðist fyrir meira en 16 árum nánar tiltekið 14. apríl 1996 þegar ástralski kylfingurinn Greg Norman var með 6 högga forystu fyrir lokahringinn á the Masters risamótinu; þ.e. var á samtals 13 undir pari (63 69 71) en lauk mótinu með hring upp á 78 högg og var á samtals 7 undir pari, 281 höggi og varð í 2. sæti  á eftir Sir Nick Faldo, sem lauk keppni á samtals 12 undir pari,  276 höggum (69 67 73 67) og vann þar með upp 7 högg þegar sigurinn blasti við Norman.

Talið hefir verið hingað til að þetta hafi verið meðal frægustu „choke up-um“ golfsögunnar (að choke-a er enskt orð sem er golfslangur hér á landi, þekkt meðal íslenskra kylfinga og þýðir að hljóta kæfandi tilfinngu sem hamlar öllum eðlilegum golfleik.  Hér verður choke þýtt með að fara í kerfið).  Þetta minnir svolítið á það sem gerðist á Opna breska risamótinu  í sumar þegar ástralski kylfingurinn Adam Scott virtist eiga sigurinn vísann með 4 högga forystu fyrir lokahringinn, en lauk leik 1 höggi á eftir Ernie Els frá Suður-Afríku, sem deildi 5. sætinu fyrir lokahringinn.

Rick Jensen er frægur golfíþróttasálfræðingur sem Greg Norman leitaði til eftir áfallið. Rick þessi Jensen var staddur á World Golf Fitness Summit 2012  (sem Golf 1 fjallaði um einn íslenskra golffjölmiðla og sjá má með því að SMELLA HÉR:) Þar hélt Jensen erindi um viðtölin sem hann átti við Norman eftir the Masters 1996, fyrir 600 sérfræðinga í golfkennslu og heilsurækt.

Jensen sagðist alltaf hafa velt fyrir sér hvort ekki hafi verið nokkuð auðvelt að skýra hrun Norman með því að segja að hann hafi farið í kerfið og komst að þeirri niðurstöðu að svo hafi verið.

Skv. Jensen var Greg Norman í 149. sæti í tölfræðinni að hitta flatir á tilskyldum höggafjölda (ens.: greens in regulation).  Þetta er nokkuð sem hvorki styrkti sjálfstraust hans né hvatti hann.

Jensen rifjaði upp útskýringar Norman: „Þetta var galli á andlegum leik mínum sem valdið var af líkamlegum galla. Þegar ég lék á the Masters spilaði ég hræðilega. Ég missti stjórn á boltanum.“

Þannig að Norman hafði samband við golfþjálfarann Butch Harmon. Skv. Jensen sagði Norman honum eftirfarandi um samtalið:

Norman: „Butch, ég get ekki spilað á the Masters þegar ég er að slá boltann svona.”

Harmon: „Greg, við höfum ekki tíma fyrir sveiflubreytingar. Þú verður að nota golfvallarstjórnun þína. Byggðu á stutta spilinu.”

Jensen þegar hann leit tilbaka sagði við Norman:„Í alvöru, hversu illa gastu hafa verið að slá? Öll járnahöggin þín voru rétt upp við stöng.“

Svar Norman: „Þú veist ekkert á hvað ég var að miða. Ég var að slá svo illa að ég sótti ekki á eina einustu stöng. Ég miðaði 12 yarda til hægri (við holuna) og síðan pull-aði ég þ.e. dró ég boltann 2 fet. Sérvhver bolti sem var illa sleginn virtist fara illilega framhjá holunni.“

Síðan kom lokahringurinn.

„Ég gat ekki sofið,“ sagði Norman, Jensen. „Ég er örugglega eini gæinn í heiminum sem hugsar, „Ég veit ekki hvort mér tekst að halda forystu. Ég svaf ekki dúr.“

Og á sunnudeginum „sérver bolti sem ég miðaði út á ákveðinn stað fór á þann stað. Ég miðaði skakkt og þeir fóru skakkt.“

Beðinn að rifja upp seinni 9 á hringnum þá útskýrði Norman það svo fyrir Jensen „Ég sagði við sjálfann mig: „Gleymdu Butch; ég ætla að laga þetta. Ég fór að vesenast í sveiflunni minni á seinni 9. Það voru andlegu mistökin sem ég gerði. Líkamlegu mistökin voru auðvitað að ég var ekki undirbúinn þegar ég fór í lokahringinn.“

Eitt af því sem Jensen er alltaf að segja er að  veita beri athygli hverjar tilhneigingar viðkomandi kylfinga eru.  Ekki segja að kylfingur fari í kerfið ef hann endurtekur algengt mynstur sitt.

Annar dæmi er Phil Mickelson á 72. holu á Opna bandaríska 2006. Með pari hefði Mickelson sigrað, með skolla hefði hann komist í umspil. Hann fékk skramba og sló í veitingatjaldið í teighöggi sem fór langt til vinstri.

„Hann var í 160. sæti í nákvæmni í teighöggum þegar hann kom í mótið,“ sagði Jensen. „Hann fór ekki í kerfið. Þetta var bara veikur hlekkur í leik hans sem gaf sig undir pressu.“

Greining Jensen á hvað Mickelson ætti að hafa gert: „Hann ætti að hafa tekið ákvörðun sem heyrir undir golfvallarstjórnun. Hann hefði átt að spyrja sig að því hvort hann ætti yfirleitt að draga upp dræverinn. Hann hefði bara átt að nota 3-tré eða langt járn af teig.“

Þetta er nokkuð sem við öll getum lært af. Jensen vildi meina að það sem hingað til hefir verið útskýrt með að kylfingar choke-i þ.e. fari í kerfið sé í raun ekkert annað en að tiltekinn hluti leiks þeirra hafi einfaldlega ekki verið nógu góður.

—————————————————————————————————–

Hér má að lokum bæta við að e.t.v. er þetta rétt hjá Jensen; tiltekinn hluti leiks kylfings er ekki nógu góður – í staðinn fyrir að byggja á öðrum sterkari þáttum í leik viðkomandi s.s. Butch Harmon og Jensen benda á- reynir viðkomandi kylfingur að bæta úr gallanum 5 mínútum fyrir mót (sbr.. Greg Norman) sem endar bara með ósköpum.  Það sem má læra hér:  Ekki reyna að bæta úr einhverjum galla með skyndilausnum rétt fyrir mót – það verður að æfa veikasta hlekkinn í leiknum þínum!!!

Þegar þessi staða kemur upp að eitthvað í leik ykkar er veikt byggið þá á öðru sem er sterkara.  Þá kann að koma upp staðan að ykkur kann að finnast að það sem aðrir telja sterkara í leik ykkar dugi ekki. Þess vegna er farið í lagfæringarnar (sem ekki má gera!!!) – vegna þess að ef sá hluti væri í lagi í leik ykkar þá væruð þið eins sterk og þið viljið að leikur ykkar sé og það veldur fölsku sjálfsöryggi eða ef þið eruð heiðarleg engu sjálfsöryggi vegna þess að þið vitið að eitthvað er að.

Treystið leik ykkar! Treystið sjálfum ykkur. Greg Norman var búinn að spila vel í 3 daga. Á 4. degi dró pressan, sem risamótin setja kylfinga undir, fram allt óöryggi hans (vegna veikasta hlekksins)  Óöryggi er aðeins hægt að koma í veg fyrir eins og Jensen bendir á með því að sérhver æfi veiku þættina í leik sínum. Hvort óöryggið síðan hafi valdið kæfandi áhrifum þess að fara í kerfið er nokkuð sem menn hafa eflaust skiptar skoðanir á.

Hins vegar má að lokum benda á að það er synd að Greg Norman hafði ekki íþróttasálfræðing á sínum snærum, sem var vel skólaður í jákvæðri sálfræði þ.e. e.t.v. hefði það virkað á Greg Norman að benda honum á að hann hafi leitt með 6 höggum með þeirri aðferð sem hann beitti í leik sínum á fyrstu 3 dögunum – hann leiddi alla 3 fyrstu daga mótsins- hann var að gera eitthvað rétt og óþarfi að breyta nokkru – bara halda sínu striki og taka síðan á veiku hlekkjunum eftir á.  Hann var betri en allir hinir þó tölfræðin sýndi að hittar flatir hans á tilskyldum höggafjölda hafi verið hans veikasti hlekkur. Ekki velta sér upp úr veikleikunum – það þýðir ekki að þeir séu ekki til staðar og það þurfi að taka á þeim – en ekki velta sér upp úr þeim að það valdi svefnleysi; sem veldur enn öðrum vítahringnum. Verst að enginn hafi fengið Norman til að slaka á og trúa á sjálfan sig!