Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2012 | 09:15

LET: Carlota Ciganda leiðir á Suzhou Taihu Ladies Open eftir 1. dag

Það er spænska stúlkan Carlota Ciganda, sem tekið hefir forystuna í Suzhou Taihu Ladies Open í Kína á 1. degi.  Carlota kom inn á glæsilegum 7 undir pari, 65 höggum. Hún tapaði hvergi höggi fékk 7 fugla og 10 pör.  Þetta er í fyrsta skipti sem 22 ára nýliðinn á LET, Carlota Ciganda spilar í Kína.

Carlota sagði m.a. eftir hringinn: „Ég spilaði mjög traust golf af teig og átti góð aðhögg á flatirnar. Ég hugsa að lykillinn hafi verið púttin því ég var að pútta vel.“

Í 2. sæti aðeins 1 höggu á eftir er landa hennar Tania Elosegui, þ.e. á 6 undir pari, 66 höggum.

Enska stúkan Florentyna Parker er síðan enn öðru högginu á eftir, á 5 undir pari, 65 höggum.

Ljóst er að munurinn á efstu kylfingum er mjór og það stefnir í spennandi keppni um helgina.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Suzhou Taihu Ladies Open SMELLIÐ HÉR: