Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2012 | 08:30

Evróputúrinn: Peter Hanson leiðir þegar BMW Masters er hálfnað

Það er Svíinn Peter Hanson, sem leiðir þegar BMW Masters er hálfnað. Hanson er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 130 höggum (66 64) og var aðeins 2 höggum frá því að jafna vallarmetið í dag.

Í 2. sæti er nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy, 2 höggum á eftir Hanson, á samtals 12 undir pari, 132 höggum (67 65).

Svíinn Robert Karlson er nú loks aftur kominn í sitt gamla form eftir fremur dapurt gengi undanfarið en hann er í 3. sæti, á samtals 9 undir pari.

Fjórða sætinu deila 4 kylfingar: Jamie Donaldsson, sem setti vallarmet í gær 62 högg en átti afleitan hring upp á 12 höggum meira í dag; Shane Lowry; Justin Rose og Alexander Noren.

Áttunda sætinu deila 8 kylfingar; menn á borð við Nicolas Colsaerts, Luke Donald, Martin Kaymer og 5 aðrir á 7 undir pari samtals.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á BMW Masters SMELLIÐ HÉR: