Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2012 | 19:00

GKG í 8.-9. sæti á EM klúbbliða eftir 2. dag

GKG er í 8.-9. sæti eftir tvo keppnisdaga af þremur á EM klúbbliða sem fer fram á Kýpur.

Liðið er samtals á einu höggi undir pari, en Frakkar eru efstir í mótinu á 24 höggum undir pari.

Alfreð Brynjar Kristinsson lék á 70 höggum í dag og er á 5 höggum undir pari í heildina og í 6. sæti í einstaklingskeppninni.

Kjartan Dór Kjartansson lék á 74 höggum í dag en Guðjón Henning Hilmarsson taldi ekki í dag, en hann var á 77 höggum.

Mótinu lýkur á morgun.

Golf 1 óskar þeim Alfreð Brynjar, Guðjón Henning og Kjartani Dór góðs gengis á morgun!

Sjá má stöðuna á European Men´s Club Trophy eftir 2. dag með því að SMELLA HÉR: 

Heimild: Textinn hér að ofan er að mestu eftir Úlfar Jónsson og birtist á heimasíðu GKG