Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2012 | 09:00

PGA: Robert Garrigus leiðir í Malasíu eftir 2. dag – Tiger í 5. sæti – hápunktar og högg 2. dags

Bandaríkjamaðurinn Robert Garrigus leiðir á CIMB Classic mótinu í Malasíu þegar það er hálfnað. Hann er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 128 höggum (64 64) og hefir 2 högg forystu á Jbe Kruger frá Suður-Afríku.

Ástralinn Greg Chalmers og forystumaður gærdagsins Bandaríkjamaðurinn Troy Matteson deila 3. sætinu á samtals 10 undir pari.

Tiger Woods, Brendon de Jonge frá Zimbabwe og Kevin Na, sem frægur er fyrir að ætla aldrei að koma sér að því að slá af teig deila 5. sætinu á samtals 9 undir pari, 5 höggum á eftir forystumanninum.

Til þess að sjá stöðuna þegar CIMB Classic er hálfnað SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á CIMB Classic SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 2. dags á CIMB Classic, sem Tiger Woods átti SMELLIÐ HÉR: