Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2012 | 11:00

LET: Carlota Ciganda sigraði í Kína

Hin 22 ára Carlota Ciganda frá Spáni, sem er nýliði á Evrópumótaröð kvenna, vann nú í morgun 2. titil sinn á LET á Suzhou Taihu Ladies Open í Suhou í Kína.  Hún kom í hús í morgun á nýju vallarmeti 64 höggum í Suzhou Taihu International Golf Club; missti hvergi högg, spilaði skollalaust fékk 10 pör og 8 fugla en fuglana dreifði hún jafnt 4 á fyrri 9 og 4 á seinni 9.

Samtals spilaði Carlota á 17 undir pari 199 höggum (65 70 64) og átti 7 högg á Caroline Masson, sem varð í 2. sæti.  Sautján undir par er nýtt met í 54 holu mótinu, einu höggi betra en Yani Tseng var á í fyrra.

Ciganda virðist njóta þess að leiða stigalista Evrópumótaraðarinnar og sagði að þetta væri besta golfið sem hún hefði spilað á 3 hringjum. „Ég var bara að hugsa um að spila mitt spil, skemmta mér og mér líkaði við völlinn alveg frá upphafi. Ég var að spila vel, ég var full af sjálfsöryggi og ég held bara að þetta hafi verið ein af þessum vikum þar sem allt féll með mér og ég var heppin. Ég var að pútta vel, hitta vel brautir, hitta flatir og síðan stóð Javi, kylfusveinninn minn sig frábærlega. Hann var góður þegar ég sló. Ég held að það hafi bara verið allt,“ sagði Ciganda sem átti tvö högg á Caroline Masson frá Þýskalandi þegar þær hófu leik í nótt.

Þriðja sætinu deildu Juliet Greciet frá Frakklandi og Florentyna Parker frá Englandi á 6 undir pari, hvor.

Fimmta sætinu deildu svo 4 kylfingar þ.á.m. Kongkraphan Patcharajutar frá Thaílandi, á 5 undir pari hver, en Patcharajutar vann Ladies Indonesia Open um daginn eins og Golf I greindi frá SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna í Suzhou Taihu Ladies Open SMELLIÐ HÉR: