Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2012 | 22:00

Ólafur Björn komst ekki á 2. stig PGA úrtökumótsins – spilaði lokahringinn á 71

Ólafur Björn Loftsson, NK, tók  þátt í úrtökumóti fyrir PGA Tour í Florence, Suður-Karólínu.  (Komast má á heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR:)

Ólafur Björn spilaði samtals á  10 yfir pari, 290 höggum (74 71 74 71).

Aðeins 17 efstu og þeir sem voru jafnir í 17. sætinu komust áfram á 2. stig úrtökumótsins.  Því miður komst Ólafur Björn ekki á 2. stig úrtökumótsins en hann hafnaði í 55. sæti.

Niðurskurður var miðaður við samtals 3 undir pari og Ólafur Björn því 13 höggum frá því að komast í gegnum niðurskurð. Í efsta sæti varð Jonathan Hodge frá Tennessee á samtals 9 undir pari.

Ýmsir þekktir kylfingar tóku auk Ólafs Björns þátt í mótinu m.a. Brent Delahoussaye sem spilar á Web.com Tour og varð í 3. sæti á þessu 1. stigi úrtökumótsins og  Fabrizio Zanotti, frá Paraguay, sem spilar á Evrópumótaröðinni og komst líkt og Ólafur Björn ekki í gegnum niðurskurð.

Til þess að sjá lokastöðuna á úrtökumótinu í Florence SMELLIÐ HÉR: