Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest. Mynd: Kristinn Gíslason
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2012 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Fellibylurinn Sandy olli því að 2 hringir Landfall Classic voru felldir niður – Ólafía Þórunn lauk keppni í 24. sæti

Þann 26. október þ.e. á föstudaginn hófst í Country Club of Landfall í Wilmington, Norður-Karólíu Landfall Classic mótið. Í mótinu tóku þátt Berglind Björnsdóttir, GR og UNCG og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest.  Þátttakendur voru 90 frá 17 háskólum.

Upphaflega var áætlað að um 3 daga mót yrði að ræða og að lokahringurinn yrði spilaður í dag. Fellibylurinn Sandy kom þó í veg fyrir það og var báðum seinni hringjum mótsins aflýst og úrslit eftir 1. hring látin standa. Þau voru eftirfarandi:

Ólafía Þórunn spilaði á 2 yfir pari, 74 höggum og lauk keppni  í 24. sæti. Hún var á 2. besta skori í liði sínu Wake Forest, en Wake Forest lauk keppni  T-7, þ.e. deildi  7. sætinu með NC State í liðakeppninni.

Berglind fékk ekki tækifæri til að bæta skorið, lauk keppni  á 10 yfir pari, 82 höggum og lauk því keppni T-84 þ.e. í einu af neðstu sætunum, en var eftir sem áður á 2. besta skori í liði sínu UNCG, sem vermdi botnsætið í liðakeppninni.

Til þess að sjá úrslitin á Landfall Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: