Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2012 | 19:30

Leikmenn West Ham United höfðu betur í „West Ham Ryder Cup Golf Day“ á móti aðstoðarþjálfaranum og liði hans!

Margir frábærir kylfingar hérlendis eru aðdáendur enska boltans og nokkrir þeirra halda með West Ham.

Hér kemur frétt fyrir þá.

Neil McDonald, aðstoðarþjálfari vann orustuna en ekki stríðið á West Ham United Ryder Cup Golf Day í gær.

Þetta er annað árið í röð sem þessi árlegi viðburður fer fram þar sem aðstoðarþjálfari West Ham, Neil McDonald og lið hans spila gegn 8 leikmönnum West Ham. Í ár var spilað á frábærum golfvelli London Golf Club í Kent, sem aftur er í uppáhaldi hjá þeim íslensku kylfingum, sem hann hafa spilað.

Miðvallarleikmaðurinn Gary O´Neil er félagi í þessum æðislega golfklúbbi.

Neil McDonald og Big Sam voru paraðir gegn O’Neil og James Collins í opnunar greensome viðureigninni, sem vannst 4&3.

Því miður tókst liði McDonald ekki að halda þessum góða árangri það sem eftir er dags en leikmenn West Ham sigruðu með 7 1/2 vinning gegn 4 1/2 vinningi.

Greinin um West Ham Ryder Cup Golf er nokkuð löng og hana má lesa á frummálinu með því að SMELLA HÉR: 

Heimild: http://www.whufc.com