Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2012 | 21:00

ALPG: Hver er kyfingurinn Marousa Polias?

Marousa Polias er fædd 18. mars 1983 og er því 29 ára.  Árið 2004 vann hún Australian Ladies Amateur Championship. Í lok sama árs gerðist hún atvinnumaður  og hefir síðan þá einkum spilað á ALPG þ.e.a.s. áströlsku LPGA.  Hún er smávaxin aðeins 1,55 metra á hæð …. en frábær kylfingur.

Hún var í kringum 2008 og 2009 á öllum helstu listum yfir kynþokkafyllstu kvenkylfinga heims.  Hún hlaut takmarkaðan spilarétt á LET 2009. Árið 2010 og 2011 spilaði hún aðeins á 6 mótum á ALPG.

Marousa Polias

Marousa vakti einkum athygli eftir að hún birtist sem „ungfrú april“ í frægu dagatali sem kynþokkafullir ástralskir kylfingar gáfu út 2009 og var mjög gagnrýnt á sýnum tíma. (Sjá mynd að ofan)

Nokkuð sérstakt við Marousu er, að þó hún sé áströlsk finnst henni Vegemite vont (Vegemite er e.t.v. best lýst með að vera morgunverðarblanda – sem ég hef hvergi séð utan Ástralíu). Það er fyrir Ástrala eins og Prins Póló-ið fyrir Íslendinga Sjaldgæft þegar Áströlum líkar ekki við það!!!

Annað sem er sérstakt við Marousu, er að aðaláhugamál hennar er fatahönnun en hún er oft í fatnaði á golfvellinum sem hún hefir hannað sjálf!