Þórður Rafn Gissurarson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2012 | 18:25

NGA: Þórður Rafn lauk leik í 24. sæti í Stoneybrook

Þórður Rafn Gissurarson, GR, lauk í dag leik á 2. móti NGA Pro Tour – Bridgestone Winter Series, en mótið fór fram á golfvelli Stoneybrook golfklúbbsins í Flórída.

Mótið stóð dagana 30. október – 1. nóvember og þátttakendur voru upphaflega 57, en aðeins 19 efstu og þeir sem jafnir voru í 19. sætinu fengu að spila lokahringinn í dag til fjár.

Þórður Rafn var einn þeirra sem komst í gegnum niðurskurð og var fyrstur Íslendinganna, sem spila í haust á mótaröðinni til að gera svo. Hann lék á samtals 11 yfir pari, 227 höggum  (76 73 78) og varð í neðsta sætinu þ.e. deildi 24. sæti með Yi-Hsio-Luo frá Pompano í Flórída.

Þórður hlaut tékka upp á $ 600 (u.þ.b. 72.000 íslenskar krónur) fyrir að komast í gegnum niðurskurð!!!

Golf 1 óskar Þórði Rafni og íslensku strákunum góðs gengis eftir viku en þá fer fram 3. mót NGA mótaraðarinnar í Shingle Creek golfklúbbnum!

Til þess að sjá úrslitin á mótinu í Stoneybrook golfklúbbnum SMELLIÐ HÉR: