Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2012 | 09:00

Tiger segir þreytu ástæðu þess að hann spilar ekki í WGC-HSBC Champions

Tiger Woods sagði þreytu vera ástæðu þess að hann sleppti World Golf Championship HSBC Champions mótinu í Kína í þessari viku.

Meðan að Adam Scott og Louis Oosthuizen náðu 1. sætinu eftir 1. hring í $7 milljón dollara mótinu í  Shenzhen í gær, þá var hinn 36 ára Tiger með pútthóptíma fyrir unglinga  í Singapore.

Aðalstuðningsaðilinn (HSBC-bankinn) var mjög óánægður með að Tiger og nr. 1 á heimslistanum McIlroy ákváðu að sleppa mótinu þrátt fyrir að vera í landinu (Kína) og spila þess í stað á sýningarmóti, sem gaf vel í aðra hönd (Tiger fékk $ 2 milljónir og Rory $ 1 milljón).

Tiger sagði að sig hlakkaði til að keppa á World Challenge í desember, sem er boðsmót þar sem hann er gestgjafi í Kaliforníu, áður en hann legði kylfurnar frá sér til þess að hvílast.

„Ég var þreyttur og þessir hóptímar eru auðveldir. Að keppa og undirbúa sig fyrir enn eitt mótið, ég bara vildi ekki gera það,“ sagði Tiger við blaðamenn í Marina Bay eftir að vera búinn að kenna 12 útvöldum táningum.

„Ég á eftir að spila 4 hringi í viðbót á mótinu mínu í LA og síðan er ég í fríi þar til í Abu Dhabi á næsta ári og ég hlakka til þessa langa frís. Þetta er frítími minn núna og ég hlakka virkilega til þess að komast frá öllu.“

„Eftir að keppa og spila í mótum eftir langa og mikla dagskrá, (FedExCup umspilið), Ryder Cup og önnur mót þá er kominn svolítill tími síðan (ég tók frí)“ bætti hann við um þörf sína á hvíld eftir fyrsta heila keppnistímabil sitt á Túrnum frá árinu 2005.

Tiger sagðist vera mjög ánægður með árið eftir að hafa náð sér af fjölda meiðslum. „Á þessu ári hef ég sigrað þrívegis og hlutirnir taka ágætis framförum,“ sagði Tiger sem hefir verið þjakaður af hnjá- og bakmeiðslum og meiðslum á hæl á undanförnum árum.

„Á síðasta ári var ég í 127. sæti á peningalista PGA Tour og á þessu ári er ég í 2. sæti þannig að það er ansi góð framför á einu ári og að því gefnu að ég verði laus við meiðsl þá hlakka ég virkilega til næsta árs.“

„Fjögur tækifæri til að sigra risamót og með því að leikur minn hefir tekið þessum framförum þá er ég spenntur fyrir  næsta ári.“

Með sigrum sínum í ár hefir Tiger velt Jack Nicklaus úr 2. sætinu yfir þá sem sigrað hafa oftast á PGA Tour, en hann á enn eftir að slá risamótamet Nicklaus og vantar 4 risamót upp á það.

„Ég er að vinna í þessu,“ sagði Tiger aðspurður hvort hann stefndi að því að sigra á risamóti, eftir að hafa síðast unnið á Opna bandaríska 2008.

„Á síðasta ári var ég meiddur mestallt sumarið og spilaði ekkert, og síðan þessar sveiflubreytingar …. það hefir tekið tíma sinn.“

Heimild: Orlando Sentinel