Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2012 | 07:00

LPGA: Jiyai Shin og Ayako Uehara leiða eftir 1. dag Mizuno Classic

Það er japanska heimakonan Ayako Uehara og fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Jiyai Shin, sem leiða á Mizuno Classic mótinu, sem hófst á golfvelli Kinetsu Kashikojima golfklúbbsins í Shima-Shi í Mie, Japan í nótt. Þær komu báðar í hús á 4 undir pari, 68 höggum.

Jiyai Shin

Það er japanska stúlkan Momoko Ueda sem á titil að verja s.s. Golf 1 greindi frá í gær, en henni hefir gengið fremur illa á LPGA í ár. Hún er engu að síður í 3. sæti í mótinu eftir 1. dag, en því sæti deilir hún með 5 kylfingum sem ekki eru af verri endanum: Beatriz Recari frá Spáni, Angelu Stanford frá Bandaríkjunum, NY Choi frá Suður-Kóreu, Shanshan Feng frá Kína og Maiko Wakabayashi frá Japan.  Þær voru allar á 3 undir pari, 69 höggum.

Ayako Uehara

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Mizuno Classic SMELLIÐ HÉR: