Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2012 | 12:15

LET: Cassandra Kirkland vann 1. sigur sinn á LET á Sanya Ladies Open

Franska stúlkan Cassandra Kirkland vann fyrsta sigur sinn á LET á Sanya Ladies Open á Yalong Bay golfvellinum í Kína nú fyrr í morgun.

Þessi 28 ára kylfingur frá París (Kirkland) hafði eftirfarandi að segja að loknum 1. sigri sínum á LET: „Þetta kom á óvart vegna þess að ég hef strögglað svo mikið á þessu ári og ég var ekki með 6-járnið mitt þannig að ég bjóst ekki við neinu í þessari viku og var ekki að setja sjálfa mig undir neina pressu. Ég var ekki stressuð þarna úti þannig að það var virkilega gott.“

Með sigrinum lauk hún eyðimerkurgöngu sigurleysis en Kirkland er búin að spila á LET í 6 keppnistímabil og var besti árangur hennar fram að þessu 5. sætið á Hero Women’s Indian Open, árið 2010.

Kirkland var á samtals 6 undir pari, 210 höggum (73 67 70).  Hún átti 2 högg á þær sem næstar komu löndu sína Jade Schaeffer og Holly Aitchison frá Englandi en báðar voru á 4 undir pari, 212 höggum; Schaeffer (71 72 69) og Aitchison (72 69 71).

Níu kylfingar deildu síðan 4. sætinu; þ.á.m. Carlota Ciganda frá Spáni sem spáð var sigrinum; Sarah Kemp frá Ástralíu og Pernilla Lindberg fyrrum skólafélaga Eygló Myrru Óskarsdóttur, GO, í Oklahoma State.

Til þess að sjá úrslitin á Sanya Ladies Open SMELLIÐ HÉR: