Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2012 | 15:30

Nýju stúlkurnar á LET 2012 (29. grein af 34): Elin Emanuelsson

Elín Emanuelsson varð í 6. sæti á Q-school LET og er því búin að spila á LET í ár.

Um Elínu hefir verið sagt að hún sameini snilli löndu sinnar Anniku á golfvellinum og fegurð nöfnu sinnar Nordegren.

Elín fæddist í Nacka í Svíþjóð þann 10. október 1984 og er því nýorðin 28 ára.  Hún byrjaði að spila golf með bróður sínum þegar hún var 9 ára.  Samt var það alltaf handboltinn sem heillaði hana meira og hún spilaði í 11 ár handbolta.  Hún var m.a. sænskur meistari sem unglingur með liði sínu 2000 og 2001 og síðan í 1. deild 2003. Árin 2003-2007 var Elín í Texas Christian University þar sem hún valdi sér samskipti  (ens. communications) sem aðalfag með aðaláherslu á mannleg samskipi (ens.: human relations).

Heima í Svíþjóð er Elín í Ingaro GK, sem jafnframt er styrktaraðili hennar.  Sem áhugamaður 2004-2011 í golfinu spilaði Elín á sænsku Bankboken Tour. Þar náði hún m.a. 1. sætinu á Orresta GK, 2004. Elín gerðist atvinnumaður í golfi í maí 2007. Árið 2009 spilaði hún á SAS Masters Tour og varð 5. á stigalistanum eftir sigur í 1 móti. Hún keppti fyrst árið 2008 á LET, þ.e. aðeins 1 móti SAS Ladies Masters í Noregi og varð T-42. Elín var með takmarkaðan spilarétt á LET 2010 og spilaði á sænska túrnum 2011.

Meðal áhugamála Elínar eru að verja tíma með fjölskyldu og vinum, allar íþróttir, lestur góðra bóka og að ferðast.  Hægt er að „follow-a“ Elínu Emanuelson á twitter : @ElinEmanuelsson.

Loks er vert að geta þess að blaðafulltrúi LET tók nýlega stutt viðtal við Elínu um hvað væri í uppáhaldi hjá henni, en það má sjá með því að SMELLA HÉR: