Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2012 | 11:45

LPGA: Stacy Lewis sigraði á Mizuno Classic

Það var bandaríski kylfingurinn Stacy Lewis, sem stóð uppi sem sigurvegari á Mizuno Classic mótinu í Kintetsu Kashikojima golfklúbbnum í Shima- Shi í Mie, Japan.

Lewis spilaði á samtals 11 undir pari, 205 höggum (71 70 64). Það var einkum glæsihringur hennar í nótt upp á 64 högg, sem færði henni sigurinn en hún hlaut 10 fugla, 6 pör og 2 skolla á hringum.

Aðeins 1 höggi á eftir var forystukona gærdagsins Bo-Mee Lee frá Suður-Kóreu á samtals 10 undir pari og í 3. sæti var forystukona 1. dagsins, „heimakonan“ Ayako Uehara á samtals 9 undir pari.

Í 4. sæti varð síðan nr. 1 á Rolex-heimslista kvekylfinga Yani Tseng, sem loks virðist vera að ná sér eftir nokkra lægð á árinu og er nú komin á kunnuglegar slóðir á skortöflunni, þ.e. meðal efstu 5.

Til þess að sjá úrslitin á Mizuno Classic í heild SMELLIÐ HÉR: