Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2012 | 13:00

Tár trúðsins – Christina Kim þunglynd (2. grein af 8)

Það kemur örugglega mörgum á óvart að kylfingurinn hressi og káti Christina Kim hafi þessa dagana verið greind með þunglyndi.  Hér fer 2. hluti í góðri grein Stinu Sternberg hjá Golf Digest Women, sem birtast á í jólablaði Golf Digest þ.e. blaði desembermánaðar n.k: „Persónulegt helvíti Kim byrjaði nógu sakleysislega með bakmeiðslum sem hún hlaut í nuddi fyrir mót LPGA í Malasíu, haustið 2010. Kim er þekkt fyrir hressilegan, athyglissjúkan stíl og mikla lengd af teig.  En skyndilega var Kim að berjast við að spila án þess að finna til verkjar – sem var nokkuð til að hafa áhyggjur af – hún tapaði 2 1/2 kylfulengd í fjarlægð. „Ég hræðist Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2012 | 11:55

Afmæliskylfingur dagsins: Auðunn Einarsson – 24. nóvember 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Auðunn Einarsson. Auðunn er fæddur 24. nóvember 1975 og er því 37 ára.  Auðunn er klúbbmeistari Golfklúbbs Ísafjarðar 2011 og 2012. Hann varð Íslandsmeistari í sveitakeppni GSí, með liði GK, árið 2008… og þá er aðeins fátt eitt talið af afrekum Auðunns í golfíþróttinni. Auðunn er mörgum að góðu kunnur sem frábær golfkennari, var lengi starfandi hjá Golfklúbbnum Keili en eftir ársdvöl í Ástralíu sneri hann aftur til heimabæjarins, Ísafjarðar, í fyrra, þar sem hann kennir nú golf. Auðunn hefir keppt í fjölmörgum opnum mótum og alþjóðlegum mótum. Hann reyndi m.a. fyrir sér á sænsku mótaröðinni 2007. Kona Auðuns er Kristín Rúnarsdóttir. Komast má á facebook síðu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2012 | 10:45

Bestu par-3 brautir í heiminum (nr. 9 af 10)

Þá er komið að bestu par-3 holum í Ástralíu og þar er ein sem er í 1. sæti en það er 15. brautin á Kingston Heath golfvellinum, sem hönnuð er af Alister McKenzie.  Sú hola var jafnframt valin besta par-3 golfhola af fjölmörgum góðum í Ástralíu af Daríus Oliver á vefsíðunni ausgolf.com og verður hér farið að sérfræðiáliti Oliver í þeim par-3 holum, sem getið verður hér. Brautin er 142 metra löng af öftustu, sem virðist ekkert sérlega langt.  En á veginum að flöt þarf að varast heila breiðu af sandglompum sem eru e.t.v. einhverjar algengust hindranir í kringum par-3 holur og á Kingston Heath kom McKenzie sérstaklega til Ástralíu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2012 | 07:30

Darren Clarke veitt OBE orðan úr hendi Elísabetar Bretadrottningar

Með Alison eiginkonu sína sér við hlið og tvo syni, geislaði norður-írski kylfingurinn Darren Clarke hreinlega þegar hann státaði sig af OBE (Order of the British Empire) heiðursorðu sinni. Darren leit bara ansi hreint lekker út í kjól og hvítu með forláta hatt þegar hann stillti sér upp á tröppum Buckingham hallar eftir að hitta drottningu. Ungir synir hans Tyrone og Conor spariklæddir vegna tilefnisins stóðu sitt til hvorrar hliðar brosandi parsins, á fjölskyldumynd sem mun að öllum líkindum vera á besta stað á heimili þeirra. Alison sem giftist Darren, sem er frá Dungannon, í brúðkaupi sem hljótt fór um í fyrra var elegant og smart í svörtum, hnélöngum kjól og fallegum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2012 | 20:00

Viðtalið: Axel Rudolfsson, GR.

Viðtalið í kvöld er við frábæran kylfing, Axel Rudolfsson. Hann spilar mikið golf jafnt sumars sem veturs og er oftar en ekki í efstu sætum í opnum mótum. T.a.m. sigraði Axel  á Opna Vetrarmóti Korpunnar, 12. nóvember 2011. Hér fer viðtalið: Fullt nafn: Axel Þór Rudolfsson. Klúbbur: Golfklúbbur Reykjavíkur. Hvar og hvenær fæddistu?  Reykjavík, 22. júní 1963. Hvar ertu alinn upp? Í Reykjavík. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf?  Ég er einhleypur. Dóttir mín var í unglingastarfi GR, en spilar nú orðið lítið sem ekkert. Enginn annar í minni nánustu fjölskyldu spilar golf. Hvenær byrjaðir þú í golfi? Rúmlega tvítugur sveiflaði ég fyrst golfkylfu, gekk í GR fyrir 20 árum. Hvað varð til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2012 | 19:00

Afmæliskylfingur dagsins: Alison Whitaker – 23. nóvember 2012

Afmæliskylfingur dagsins er ástralski kylfingurinn Alison Whitaker. Alison er fædd 23. nóvember 1985 og er þvi 27 ára í dag. Hún spilaði m.a. í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Duke University en útskrifaðist 2010 með gráðu í sálfræði. Nú spilar hún á Symetra Tour. Sjá má nýlegt viðtal við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR:  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Gary Rusnak, f. 23. nóvember 1962 (50 ára stórafmæli!!!); Jerry Kelly, f. 23. nóvember 1966 (46 ára); Paul Penny, f. 23. nóvember 1972 (40 ára stórafmæli!!!) …… og ….. Kristín Þorvaldsdóttir (54 ára) Ísafjarðar Bíó (77 ára) Helgi Örn Viggosson Katrín Júlíusdóttir (38 ára) Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2012 | 18:45

Tár trúðsins – Christina Kim þunglynd (1. grein af 8)

Hér á eftir fer lausleg þýðing á góðri grein Stinu Sternberg hjá Golf Digest Women um kylfinginn káta Christinu Kim, sem nú hefir stigið fram og segist kljást við þunglyndi. Greinin kemur til með að birtast í desember útgáfu Golf Digest 2012.  Hér fer fyrsti hlutinn: „Í síðasta sinn sem lífið hrundi hjá  Christinu Kim var þegar hún var að keyra heim til Orlandó, Flórída frá Prattville, Alabama, sem er 8 stunda keyrsla. Það var um miðja nótt og hún var ákveðin að komast heim án þess að stoppa og gista einhvers staðar á leiðinni. Eftir því sem hún nálgaðist heimili sitt brustu fram tilfinningarnar sem hún hafði reynt að hemja Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2012 | 18:00

Gary Evans með golfbrelluhögg – myndskeið

Gary Evans er enskur kylfingur sem ber sama nafn og hræðilegur bandarískur fjöldamorðingi, sem hefir líf 8 manns á samviskunni. Þegar Gary er googlaður er því eins gott að tiltaka að átt sé við kylfinginn!!! Gary Evans, kylfingurinn, er ótrúlega hæfileikaríkur með dræverinn. Í meðfylgjandi myndskeiði heldur hann golfbolta á lofti með drævernum sínum, grípur boltann í munn sér, spýtir honum aftur út og viðstöðulaust slær hann með kylfunni sinni þetta líka frábæra dræv. Sjá má kylfinginn Gary Evans leika listir með dræverinn sinn með því að SMELLA HÉR:  Heimild: WUP

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2012 | 13:00

Evróputúrinn: Rory McIlroy, Luke Donald og Marc Warren deila efsta sætinu í Dubaí eftir 2. dag Dubai World Tour Championship

Það eru heimsins besti, Rory McIlroy Skotinn Marc Warren, sem rétt slapp inn í mótið, og Luke Donald sem deila 1. sætinu þegar Dubai World Tour Championship er hálfnað. Allir eru þeir búnir að spila á 11 undir pari, 133 höggum; Rory og Marc báðir (66 67) en Luke Donald (65 68). Í 4. sæti eru Branden Grace og Louis Oosthuizen, báðir frá Suður-Afríku aðeins 1 höggi á eftir. Enn einn Suður-Afríkumaðurinn er enn öðru höggi á eftir þar sem er Charl Schwarzel en hann deilir 6. sætinu með Skotanum Richie Ramsay. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Dubai World Tour Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2012 | 12:30

Íslenska atvinnumannaliðið enn í neðsta sæti fyrir lokahringinn í Portúgal

Allt er við það sama hjá þeim Inga Rúnari Gíslasyni, GK;  Árna Páli Hanssyni, GR og Ólafi H. Jóhannessyni, GSE, sem skipa íslenska atvinnumannaliðið fyrir lokahring  Europe International Team Champs 2012. Mótið fer fram á Onyria Palmares golfsvæðinu og  stendur dagana 20. – 23. nóvember 2012. Alls eru 25 lið sem taka þátt. Íslenska liðið er enn í neðsta sæti, eina breytingin er að lið Rússa er ofar en Íslendingarnir í 24. sæti, en liðin voru jöfn í neðsta sætinu í gær. Samtals er íslenska liðið búið að spila á 59 yfir pari, 523 höggum (161 157 166). Tvö bestu skor hvers dags telja. Í efsta sæti þegar mótið er hálfnað eftir 3. dag Lesa meira