Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2012 | 07:30

Golfútbúnaður: Hárbeittu Idea Tech V4 blendingarnir

Sérfræðingurinn í hybrid-kylfum frá Texas, Adams Golf, kynnti nú nýverið „Idea Tech V4“ blendinginn.

Meðal nýjunga sem Adams Golf kynnti  var hin nýja „Cut-Thru-Technology“ en með þeirri tækni á að vera hægt að slá með blendingnum og fá álíka hröðun á boltann og þá sem við erum aðeins vön hjá dræverum.

Þrátt fyrir mikinn kraft sem verður þegar boltinn er sleginn með blendingnum, þá er hljóðið í  Idea Tech V4 blendingunum mjög notalegt og líkast því að slegið sé með járni.

Það sem framleiðendur kylfunnar lofa er m.a. hærra boltaflug, meiri lengd og auðvitað þ.a.l. meiri þægindi þegar spilað er.

V4-línan er boðin sem járna/blendings-sett eða sem hreint blendings-sett og er sagt vera við hæfi allra kylfinga á öllum getustigum.

Kylfan kostar € 199,99 úr golfverslunum í Þýskalandi, sem er u.þ.b. 32.000 íslenskar krónur.

Sjá nánar með því að smella hér:   www.adamsgolf.com