Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2012 | 09:25

Caroline spurði Rory að því hvað hann ætlaði að gefa henni í jólagjöf á blaðamannafundi í Dubaí

Einmitt þegar heimsins besti, Rory McIlroy, hélt að hann hefði sneitt hjá erfiðu spurningunum um 1. hring sinn á blaðamannafundi í Dubai kom kæresta hans, Caroline Wozniacki á fundinn.

Hún beið eftir að komið var að henni aftast í salnum og spurði fyrst um styrki sem sigurvegari PGA Championship risamótsins í ár (Rory) hefði fengið – áður en hún heimtaði að fá að vita hvað hún fengi í jólagjöf.

Rory reyndi að koma sér hjá spurningunni með því að segja að hún hefði þegar fengið „margar fínar gjafir.“

Wozniacki linnti ekki látum, sem varð til þess að salurinn sprakk af hlátri og Rory neyddist til að upplýsa að hann væri enn að leita að gjöf handa henni og hún fengi eitthvað fallegt.

Rory var á skori upp á 6 undir pari 66 höggum í gær eftir 1. dag mótsins, 1 höggi á eftir Luke Donald, sem leiðir á þessu lokamóti Evrópumótaraðarinnar, Dubai World Championship.