Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2012 | 12:00

Bestu par-3 brautir í heiminum (nr. 7 af 10)

Í gær vorum við í Afríku nú snúum við til Evrópu og ein besta par-3 holan í heimsálfunni okkar er á Royal golfvellinum í Vale do Lobo í Portúgal.

Hún á heiðurinn af því að vera mest ljósmyndaða par-3 hola í Evrópu. Reyndar er valið á „bestu“ par-3 holum í Evrópu erfitt, líkt og í Bandaríkjunum því það stendur milli svo margra frábærra hola.

Mynd af gulum og rauðum teigum á 16. holu Royal golfvallar Vale do Lobo

Það sem er sérstakt við þá 16. á Royal velli Vale do Lobo er að slegið er yfir klettagjá og ekki bara einhverja heldur rauðlitaða kletta þannig að sérhverjum Ástrala sem hana spilar finnst hann á einkar „heimilislegum“ stað. Útsýnið á sér vart líka, yfir rauða klettana, yndislega golfvallarins, sem á þeim er og djúpblátt Atlantshafið, sem skellur á drifhvítri strönd.

Vale do Lobo golfstaðurinn á 50 ára afmæli í ár, er einn af elstu golfstöðum í Portúgal; opnaði dyr sínar fyrir golfþyrstum kylfingum 1962.

Par-3 16. brautin er 220 metra af öftustu teigum. Hönnuðurnir eru Sir Henry Cotton og Rocky Roquemore sem endurhannaði seinni 9 á Royal golfvellinum og þar með 16. brautina.

Hér má sjá myndskeið af kylfingi sem slær yfir gjánna í Vale do Lobo SMELLIÐ HÉR: