Evrópumótaröðin: Luke Donald efstur í Dubai eftir 1. dag DP World Tour Championship
Það er enski kylfingurinn Luke Donald nr. 2 á heimslistanum, sem leiðir á DP World Tour Championship eftir 1. dag á Jumeirah Estate golfvellinum. Sigurinn á Phoenix Dunlop í Japan í síðustu viku hefir væntanlega haft sitt að segja og Donald í mótinu fullur sjálfstrausts.
Donald kom inn á glæsilegum 7 undir pari, 65 höggum. Skorkort hans var „hreint“ og einkar flott ekkert á því nema 7 fuglar og 11 pör.
Donald sagði m.a að glæsihring sínum loknum: „Það var á ákveðnum kafla þar sem mér fannst mér ekki geta mistekist. Ég sló nokkur reglulega góð járnahögg og það er gaman þegar manni finnst allt auðvelt.“
Í 2. sæti er sá sem leiddi í mestallan morgunn Skotinn Marc Warren, en hann rétt slapp í mótið var í 55. sætinu á Race to Dubai listanum. Warren deilir 2. sæti sínu með Spánverjanum Gonzalo Fernandez-Castaño og nr. 1 á heimslistanum og peningalistum Evrópumótaraðarinnar og PGA Tour, Rory McIlroy.
Þeir eru allir 3 á hæla Donald, aðeins 1 högg skilur þá að því þeir spiluðu allir á 6 undir pari, 66 höggum.
Hópur 6 kylfinga deilir síðan 5. sætinu þ.á.m. Martin Kaymer og Lee Westwood, á 5 undir pari, 67 höggum.
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag DP World Tour Championship SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024