Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2012 | 13:30

Evróputúrinn: Luke Donald og Rory McIlroy leiða á Dubai World Tour Championship fyrir lokadaginn

Það eru heimsins besti, Rory McIlroy og Luke Donald sem deila 1. sætinu eftir 3. dag á Dubai World Tour Championship.

Rory og Luke eru búnir að spila á samtals 17 undir pari, 199 höggum, hvor: Rory (66 67 66) en Luke Donald (65 68 66).

Donald jók skollafrían holufjölda sinn á Earth golfvelli Jumeirah golfstaðarins í Dubai í 100 holur – en síðasta skiptið sem hann missti högg á vellinum var á 8. holu á 2. hring fyrir ári síðan.

McIlroy tókst að halda í við Donald fékk að  vísu skolla á 1. braut en fylgdi því eftir með 5 fuglum og erni á löngu 14. brautinni.

Í 3. sæti eru tveir risamótsmeistarar frá Suður-Afríku: Louis Oosthuizen og Charl Schwartzel aðeins 3 höggum  á eftir á samtals 14 undir pari, 202 höggum, hvor.

Í 5. sæti eru Branden Grace og Hollendingurinn Joost Luiten, á samtals 13 undir pari, hvor.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Dubai World Tour Championship SMELLIÐ HÉR: