Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2012 | 09:50

Frægir kylfingar: Dennis Quaid

Dennis William Quaid er með betri kylfingum í Hollywood, með 5 í forgjöf.

Dennis Quaid

Hann er fæddur 9. apríl 1954 í Houston, Texas og því 58 ára á árinu.

Hann kom fyrst fram á sjónarsviðið svo tekið væri eftir í kringum 1980 og síðan þá hefir hann leikið í fjölmörgum kvikmyndum meðal þeirra þekktari eru:  Breaking Away, The Long Riders, The Right Stuff, Enemy Mine, Great Balls of Fire!, The Big Easy, Far from Heaven, The Rookie, The Day After Tomorrow, Traffic, Vantage Point, Footloose, Frequency, Wyatt Earp, The Parent Trap, Soul Surfer and Innerspace.

 Eins var hann í hlutverki annars frægs kylfings, Clinton forseta í kvikmyndinni The Special Relationship frá árinu 2010 og í hlutverki Ramsays í What to Expect when you´re Expecting, 2012.

Til stóð að hann léki í kvikmynd 2009 um nokkra félaga sem ætluðu að leggja í Q-school PGA, en ekkert virðist hafa orðið af þeirri kvikmynd.

Quaid hefir verið þríkvæntur: fyrsta kona hans var PJ Soles (kvæntist henni 25. nóvember 1978 þ.e. nákvæmlega fyrir 34 árum – þau skyldu 1983).  Síðan var Quaid kvæntur þeirri konu sinni sem e.t.v. er þekktust; leikkonunni Meg Ryan en hann hélt grimmt framhjá henni og átti auk þess við áfengis-lyfja og ofátsfíkn að stríða.  Hjúskapur þeirra varði í 10 ár 1991-2001 og þau eiga einn son Jack Henry (f. 24. apríl 1992).

Dennis Quaid og Meg Ryan

Síðan er þriðja og síðasta hjónaband Quaid nýfarið í vaskinn – en 3. eiginkona hans er fasteignasalinn Kimberley Buffington frá Texas (2004-2012). Þau fengu leigumóður til þess að fæða börn sín tvíburana Thomas og Zoe Grace, sem fæddust 8. nóvember 2007. Forsjárdeila yfir börnunum er yfirvofandi en hjónin skildu að borði og sæng í síðasta mánuði og DQ því á lausu að nýju.

Dennis Quaid er mjög vinsæll í Pro-Am mótum hinna frægu oftar en ekki til styrktar góðu málefni.

DQ hefir sagt í viðtali að sig langi mjög til að spila 1 golfhring daglega, en þar sem hann hafi verið mjg upptekinn við kvikmyndaleik, hafi golfleikur hans liðið fyrir það.  Hann hafi verið scratchari en forgjöf hans hafi ekkert farið nema upp á við. Ef maður ætli sér að vera góður þurfi maður að vera (á golfvelli/æfingasvæði) a.m.k. 5 daga vikunnar.