Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2012 | 16:00

Evróputúrinn: Sergio Garcia og Jeev Milkha Singh jafna vallarmetið á Earth Course í Dubai

Það er skammt stórra högga á milli.

Í gær átti Spánverjinn Sergio Garcia, mjög einkennilegan hring, sem þó varð til þess að honum tókst að jafna vallarmetið á Earth Course á Jumeirah golfstaðnum, þar sem Dubai World Tour Championship, lokamót Evrópumótaraðarinnar fer nú fram um þessa helgi. Vallarmetið á Earth Course er 64 högg.

Hringur Garcia var einkennilegur því skorkort hans var mjög skrautlegt, ekkert jafnvægi allar tegundir skora: tveir ernir, níu fuglar, þrjú pör, tveir skollar og einn skrambi. Í gær var Garcia í 18. sæti en eftir daginn í dag er hann kominn niður í 31. sætið , eftir „slæman“ hring upp á 73 högg þ.e. spilaði á 9 höggum lakar en í gær.

Í dag jafnaði síðan Indverjinn Jeev Milkha Singh vallarmetið að nýju, kom í hús á 8 undir pari, 64 höggum þrátt fyrir að vera meiddur á putta og með áhyggjur af múttu sem datt og fótbraut sig og þarf í aðgerð.  Singh tileinkaði henni hringinn. Hann er sem stendur í 25. sæti í mótinu.

Þeir sem deila vallarmetinu, 64 höggum á Earth Course eru því Lee Westwood sem fyrstur setti núvernadi vallarmet á Earth Course árið 2009, og síðan þeir: Ross Fisher, Peter Hanson, Alvaro Quiros, Martin Kaymer, Sergio Garcia í gær og Jeev Milkha Singh í dag.

Hvað gerist á morgun?

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Dubai World Tour Championship SMELLIÐ HÉR: