Evróputúrinn: Sergio Garcia og Jeev Milkha Singh jafna vallarmetið á Earth Course í Dubai
Það er skammt stórra högga á milli.
Í gær átti Spánverjinn Sergio Garcia, mjög einkennilegan hring, sem þó varð til þess að honum tókst að jafna vallarmetið á Earth Course á Jumeirah golfstaðnum, þar sem Dubai World Tour Championship, lokamót Evrópumótaraðarinnar fer nú fram um þessa helgi. Vallarmetið á Earth Course er 64 högg.
Hringur Garcia var einkennilegur því skorkort hans var mjög skrautlegt, ekkert jafnvægi allar tegundir skora: tveir ernir, níu fuglar, þrjú pör, tveir skollar og einn skrambi. Í gær var Garcia í 18. sæti en eftir daginn í dag er hann kominn niður í 31. sætið , eftir „slæman“ hring upp á 73 högg þ.e. spilaði á 9 höggum lakar en í gær.
Í dag jafnaði síðan Indverjinn Jeev Milkha Singh vallarmetið að nýju, kom í hús á 8 undir pari, 64 höggum þrátt fyrir að vera meiddur á putta og með áhyggjur af múttu sem datt og fótbraut sig og þarf í aðgerð. Singh tileinkaði henni hringinn. Hann er sem stendur í 25. sæti í mótinu.
Þeir sem deila vallarmetinu, 64 höggum á Earth Course eru því Lee Westwood sem fyrstur setti núvernadi vallarmet á Earth Course árið 2009, og síðan þeir: Ross Fisher, Peter Hanson, Alvaro Quiros, Martin Kaymer, Sergio Garcia í gær og Jeev Milkha Singh í dag.
Hvað gerist á morgun?
Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Dubai World Tour Championship SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024