Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2012 | 08:15

LPGA: Hverjir eru bestu 5 nýliðar ársins 2012 á LPGA?

Hér verður farið yfir þá 5 nýliða á LPGA sem staðið hafa sig best á árinu:

So Yeon Ryu – Hún hlaut titilinn nýliði ársins á LPGA enda hefir hún átt eitt besta nýliðaár í sögu mótaraðarinnar. Hún komst í gegnum 23 niðurskurði af 24 mótum sem hún tók þátt í og var í 6. sæti á peningalistanum. Hún sigraði á Jaime Farr Toledo Classic, hún varð 12 sinnum meðal 5 efstu í mótum LPGA á árinu og 16 sinnum meðal efstu 10. Hún er nú þegar nr. 8 á Rolex-heimslista kvenna og ef hún getur snúið einhverjum af topp-5 áröngrum sínum í sigur gæti hún farið alla leið á toppinn.

Lexi Thompson

Lexi Thompson – Jafnvel þó Lexi hafi ekki sigraði í ár, 2012, þá hefir Lexi átt frábært ár. Hinn 17 ára nýliði, sem spilar á LPGA á undanþágu varð 4 sinnum meðal 5 efstu í mótum og náði að komast í gegnum niðurskurð 19 sinnum af þeim 23 mótum sem hún tók þátt í. Hún er nr. 21. á Rolex-heimslista kvenna, sem er betri árangur en reyndari kylfingar á LPGA hafa í beltinu s.s.: Brittany Lincicome, Brittany Lang, Hee Kyung Seo, og I.K. Kim. Á árinu hefir hún þegar farið upp um 24 sæti á heimslistanum.

Lizette Salas – Hún er ameríski draumurinn holdi klædd. Hver hefði trúað því í upphafi árs að hún myndi ná svona langt? Hver hafði nokkra hugmynd um hver hún var? Við þekkjum til hennar nú. Hún varð í 9. sæti í Malasíu og var 5 sinnum meðal 20 efstu. Hún náði 16 sinnum í gegnum niðurskurð af 18 mótum sem hún tók þátt í og er í 51. sæti á peningalistanum. Golf 1 hefir verið með kynningu á Lizette Salas sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Sydnee Michaels.

Sydnee Michaels – Sydnee átti reglulega erfitt til að byrja með á Túrnum. Hún komst ekki í gegnum niðurskurð í 4 af fyrstu 7 mótum sem hún tók þátt í. Síðan jafnaði hún sig og átti ágætis nýliðaár. Hún vakti heilmikla athygli þegar hún náði 7. sætinu í Shoprite Classic og varð síðan 5 sinnum meðal 20 efstu. Hún náði niðurskurði 13 sinnum af þeim 19 mótum sem hún tók þátt í og lauk árinu í 62. sæti á peningalistanum. 70 efstu af peningalista LPGA fá þátttökurétt á Opna bandaríska risamóti kvenna, þannig að Sydnee fær að taka þátt í 1 risamóti á næsta ári.

Danielle Kang – Líkt og Michaels náði Danielle 13 sinnum í gegnum niðurskurð í þeim 19 mótum sem hún tók þátt í. Hún var meðal efstu á lokadegi Kingsmill Classic en lauk mótinu í 3. sæti, sem er frábær árangur. Hún var 4 sinnum meðal 20 efstu í mótum og var nr. 52 á peningalistanum. Þessi tvöfaldi meistari áhugamanni er á góðri leið með að verða meðal 10 bestu.  Golf 1 hefir verið með kynningu á Danielle Kang sem sjá má með því að SMELLA HÉR: