
LET: Michelle Wie og Lexi Thompson á úlfaldabaki í aðdraganda Omega Dubai Ladies Masters
Michelle Wie tvítaði í gær:
„With lexi on the camel! Poor Nadia…we must have been so heavy“
Tilefni þess að myndir voru teknar af þeim stöllum á kameldýri er að nú í vikunni hefst Omega Dubai Ladies Masters í Dubai, í Sameinuðu furstadæmunum og þar á Lexi titil að verja. Verndari mótsins er hennar hátign prinsessan Haya Bint Al Hussein, ein af eiginkonum Sheikh Mohammed Bin Rashid Al Maktoum, varaforseta og forsetisráðherra Sameinuðu furstadæmanna og stjórnanda Dubai.
„Það má vel vera að ég hafi ekki unnið í ár, en leikur minn er að verða stöðugri, sem er gott. Ég var tvisvar meðal efstu 10, einu sinni í 2. sæti og einu sinni í 5. sæti og það sýnir að mér hefir gengið vel þegar litið er á heildina á keppnistímabilinu,“ sagði Lexi.
Í aðdraganda mótsins fóru hún og Michelle Wie á bak kameldýrsins, Nadiu, í gær í Jebel Ali Golf Resort and Spa.
„Michelle og ég skemmtum okkur vel,“ sagði Lexi.
Það er vonandi að þeim gangi vel í mótinu. Lexi verður í holli með Carly Booth og fyrrverandi liðsfélaga Eyglóar Myrru Óskarsdóttur úr Oklahoma State, Caroline Hedwall. Michelle spilar hins vegar með Caroline Masson og Carlotu Ciganda.
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open