Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2012 | 08:00

PGA: Bestu högg ársins – nr. 2 vipp Tiger Woods á Memorial – nr. 1 trjáhögg Bubba Watson á the Masters – myndskeið

PGA Tour velur í lok ár hvers bestu höggin á  mótaröðinni á því ári sem er að líða.  Nú er aftur komið að þeim tíma ársins þar sem höggin góðu eru rifjuð upp.

Annað besta högg ársins er vipp Tiger Woods á lokahring Memorial mótsins þ.e. 2. högg hans, vipp á par-3 16. holunni, sem fór úr erfiðri legu beint ofan í holu fyrir fugli. Frábært högg!

Tiger eftir að ljóst var að hann hefði sigrað á Memorial mótinu

Besta högg ársins hins vegar er aðhögg Bubba Watson á 2. holu umspils á The Masters þ.e. á par-4 10. holunni þar sem hann sló úr vonlausri legu í trjánum og  þurfti að móta boltaflugið og sveigja boltanum framhjá trjám og inn á flöt (sjá mynd). Hann lagði boltann upp nálægt holu og tryggði sér fugl á þessari einni erfiðustu holu í öllu golfi. Ótrúlegt högg, alveg með ólíkindum og aðeins á færi þeirra allra bestu!!!

Ferillinn á besta höggi ársins, sem Bubba Watson átti á 10. braut the Masters í umspili.

Til þess að sjá 2. besta högg ársins; högg Tiger Woods á The Memorial SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá besta högg ársins 2012: högg Bubba Watson á The Masters  SMELLIÐ HÉR: