Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2012 | 21:00

Hættulegustu golfvellir heims (8. grein af 10)

Einn hættulegasti golfvöllur heims getur verið Ocean golfvöllurinn á Kiawah Island í Suður-Karólínu.

Á þessum velli fór Ryder Cup 1991 fram og úrslit réðust ekki fyrr en með lokapúttinu.

En blóð, sviti og tár fölnar í sambandi við það sem bíður óviðbúins kylfings, sem tekst á við völlinn.

Völlurinn er svo miklu meira en bara erfiður.  Það sem takast verður á við er móðir náttúra. Völlurinn er byggður ofan á sandhóla á ysta hluta eyjunar og því miklir vindar, þannig að auðveldlega getur teygst úr venjulegu spili í  5 1/2-6 tíma hring. Fyrir utan hversu erfitt er að spila í hita og raka Suður-Karólínu, þá eru það öll skordýrin og gnægðin af snákum á vellinum, sem bíða kylfinga, sem leita að boltum sínum sem lenda utan vallar, sem gera völlinn hættulegan.

Það er næstum að kylfingar vonist fremur til að mæta krókódíl fremur en „copperhead“ (þ.e. amerískum eitursnák með koparlitaðan haus); rattlesnakes (þ.e. skröltormum) eða water moccasins (þ.e. vatnasnákum); sem eru algengustu tegundirnar á þessum hættulega velli.