
LPGA: Leiðrétting – Christina Kim hlaut takmarkaðan keppnisrétt á LPGA
Ranglega var sagt frá því hér í fyrradag á Golf1.is að Christina Kim hefði ekki komist í gegnum niðurskurð á lokaúrtökumóti LPGA. Það er ekki rétt. Eftir 4 hringi var skorið niður og aðeins 76 efstu fengu að spila 5. og lokahring úrtökumótsins – Christina var T-54 og því meðal þeirra, sem léku lokahringinn.
Þær 76 sem spiluðu lokahringinn voru síðan að keppast um að verða meðal 20 efstu, en þær skipa flokk 12 (ens. Category 12) og hljóta fullan keppnisrétt á LPGA. Það eru NÁKVÆMLEGA 20 sem hljóta fullan keppnisrétt – hefðu nokkrar t.d. orðið jafnar í 19. sæti, hefði skv. reglum LPGA þurft að fara fram umspil milli þeirra og aðeins 2 þ.e. sú í 19. sæti og sú í 20. sæti fengið fullan keppnisrétt.
Þær sem urðu í 21.-45. sæti hlutu takmarkaðan spilarétt á LPGA skv. flokki 17 (ens. Category 17) og Christina rétt slapp inn þar því hún varð T-39 eftir lokahringinn, þ.e. ein af 10 sem urðu jafnar í 39. sæti. Christina fór því upp um 15 sæti á lokahringnum. Kim hlýtur því takmarkaðan keppnisrétt á LPGA 2013 – fær því að spila á nokkrum mótum á LPGA, 2013. Nú er bara að sjá hvort hún hlýtur boð styrktaraðila og hvort hún nær að vinna á næsta keppnistímabili; því þar með hlýtur hún aukinn keppnisrétt!!
Þær sem urðu efstar og jafnar í Q-school LPGA á lokaúrtökumótinu á Daytona Beach 2012 voru Moriya Jutanugarn frá Thaílandi, sem búin var að leiða mestallt mótið og kanadíski kylfingurinn Rebecca Lee Bentham.
Golf 1 mun kynna allar 48 stúlkurnar, sem hlutu keppnisrétt á LPGA (fullan jafnt sem takmarkaðan) nú á næstunni.
Til þess að sjá úrslitin á lokaúrtökumóti Q-school LPGA 2013 SMELLIÐ HÉR:
- janúar. 15. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sirrý Hallgríms ——- 15. janúar 2021
- janúar. 15. 2021 | 09:00 PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open
- janúar. 15. 2021 | 08:00 Angel Cabrera handtekinn af Interpol í Brasilíu
- janúar. 14. 2021 | 20:49 Svar Kevin Kisners við því hvort hann geti sigrað hvar sem er
- janúar. 14. 2021 | 20:00 PGA: Pebble Beach mótið spilað án áhugamannanna vegna Covid
- janúar. 14. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Henriksen og Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2021
- janúar. 14. 2021 | 10:00 GSÍ: Reglur varðandi framkvæmd æfingar og keppni á Covid tímum
- janúar. 14. 2021 | 08:00 GR: Þórður Rafn nýr íþróttastjóri GR! Haukur Már kemur inn í þjálfarateymið!
- janúar. 14. 2021 | 07:00 LPGA: Yealimi Noh, meðal þeirra sem eru nýliðar aftur 2021!
- janúar. 13. 2021 | 18:00 PGA: Áhorfendum fækkað á Phoenix Open og grímuskylda!
- janúar. 13. 2021 | 16:30 Áskorendamótaröð Evrópu: Mótum í S-Afríku frestað
- janúar. 13. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Frímann Þórunnarson – 13. janúar 2020
- janúar. 13. 2021 | 13:00 Evróputúrinn: Boðskortin á Sádí International
- janúar. 13. 2021 | 10:00 Sonur Gary Player hvetur föður sinn til að skila Trump frelsisorðunni
- janúar. 13. 2021 | 08:00 Vegas með Covid