
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Daniel Gaunt – (22. grein af 28)
Í kvöld verður Ástralinn Daniel Gaunt kynntur, en hann deildi 7. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school Evrópumótaraðarinnar á PGA Catalunya golfstaðnum í Girona á Spáni, dagana 24.-29. nóvember s.l. ásamt Englendingnum Matthew Southgate, sem þegar hefir verið kynntur.
Daniel Gaunt fæddist í Melbourne 14. nóvember 1978 og er því 34 ára. Í Ástralíu er Daníel félagi í Burhill golfklúbbnum. Daníel gerðist atvinnumaður í golfi 1999 og hefir 8 sinnum síðan þá farið í Q-school þ.e. í öll skipti frá því að hann gerðist atvinnumaður nema 5, en í 2 af þeim skiptum þurfti hann ekki þar sem honum tókst að halda kortinu sínu á Evrópumótaröðinni og 2010 spilaði hann og átti geysigott tímabil á Áskorendamótaröðinni. Keppnistímabilið 2013 verður 3 tímabil hans á Evróputúrnum.
Það hafa verið tímar þar sem hann hefir verið við það að gefa golfið á bátinn – átti í miklum erfiðleikum á tímum að flytja björg í bú og mat á borðið fyrir eiginkonu og börn sjá m.a. grein um það með því að SMELLA HÉR:
Daníel kvæntist konu sinni Caroline árið 2001 og á með henni 2 börn: Thalíu, f. 2003 og Ashton f. 2006.
Bróðir Daníel, Chris, er líka atvinnukylfingur og spilar á Ástralasíu túrnum. Reyndar voru það bróðir Daníels og faðir sem kynntu hann fyrir golfíþróttinni þegar hann var 10 ára gamall. Daníel segist mundu hafa íhugað að gerast atvinnumaður í tennis hefði ekki gengið sem skyldi í golfinu en tennis, að ferðast og fótbolti eru helstu áhugamál hans.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024