Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2013 | 19:30

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Daniel Gaunt – (22. grein af 28)

Í kvöld verður Ástralinn Daniel Gaunt kynntur, en hann deildi  7. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school Evrópumótaraðarinnar á PGA Catalunya golfstaðnum í Girona á Spáni, dagana 24.-29. nóvember s.l.  ásamt Englendingnum Matthew Southgate, sem þegar hefir verið kynntur.

Daniel Gaunt fæddist í Melbourne 14. nóvember 1978 og er því 34 ára. Í Ástralíu er Daníel félagi í Burhill golfklúbbnum. Daníel gerðist atvinnumaður í golfi 1999 og hefir 8 sinnum síðan þá farið í Q-school þ.e. í öll skipti frá því að hann gerðist atvinnumaður nema 5, en í 2 af þeim skiptum þurfti hann ekki þar sem honum tókst að halda kortinu sínu á Evrópumótaröðinni og 2010 spilaði hann og átti geysigott tímabil á Áskorendamótaröðinni. Keppnistímabilið 2013 verður 3 tímabil hans á Evróputúrnum.

Það hafa verið tímar þar sem hann hefir verið við það að gefa golfið á bátinn – átti í miklum erfiðleikum á tímum að flytja björg í bú og mat á borðið fyrir eiginkonu og börn sjá m.a. grein um það með því að SMELLA HÉR: 

Daníel kvæntist konu sinni Caroline árið 2001 og á með henni 2 börn: Thalíu, f. 2003 og Ashton f. 2006.

Bróðir Daníel, Chris, er líka atvinnukylfingur og spilar á Ástralasíu túrnum.  Reyndar voru það bróðir Daníels og faðir sem kynntu hann fyrir golfíþróttinni þegar hann var 10 ára gamall.  Daníel segist mundu hafa íhugað að gerast atvinnumaður í tennis hefði ekki gengið sem skyldi í golfinu en tennis, að ferðast og fótbolti eru helstu áhugamál hans.