Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2013 | 23:37

PGA: Webb Simpson í forystu snemma dags á Tournament of Champions

Það er bandaríski kylfingurinn Webb Simpson, sem tekið hefir forystu snemma dags á Tournament of Champions (skammst. TOC), fyrsta móti ársins á PGA mótaröðinni, þar sem aðeins sigurvegarar síðasta árs hafa þátttökurétt. Spilað er á Plantation golfvellinum í Kapalua á Hawaii.

Þegar Simpson hefir leikið 7 holur er hann kominn á 3 undir par. Ýmsir góðir eru ekki einu sinni farnir út, þ.á.m. Bubba Watson og Dustin Johnson, sem og Steve Stricker, sem á titil að verja og fer út með Brandt Snedeker.

Til þess að sjá stöðuna á TOC eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: