Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2013 | 10:45

Golfútbúnaður: Nýi Adizero golfskórinn frá Adidas

Að vera í golfskóm sem eru stöðugir og þægilegir er sérstaklega mikilvægt fyrir kylfinga sem ganga allt að 5-6 km per golfhring.  Eitt af því sem framleiðendur golfskóa hafa verið að stefna að undanfarin ár er að hann létta skó.

Adidas hefir verið leiðandi í nýjungum og tæknilega framúrskarandi skóm til þess að kylfingar á hæsta stigi leiksins nái sem bestri frammistöðu.  Skórnir frá Adidas líta ekki aðeins vel út heldur eru þeir góðir, s.s. flestir sem átt hafa Adidas skó geta borið vitni um.

S.l. fimmtudag kynnti Adidas nýjustu golfskóar línu sína Adizero Tour golfskóinn sem er sérlega léttur 300 gramma skór og þar með um 38% léttari en hinir vinsælu ATV Tour golfskór frá Adidas þökk sé mikrófíber leðri sem er þunnt, létt en ótrúlega slitsterkt.

„Ég leitast alltaf við að bæta þægindi og léttleika þáttum í leik minn, hringirnir á vellinum geta verið langir og það er grundvallaratriði að vera í skóm sem aðstoða mann við frammistöðuna,“ sagði 8-faldur sigurvegari á PGA Tour og 18 faldur sigurvegari á Evrópumótaröðinni, Sergio Garcia, sem er á auglýsingasamningi hjá Adidas. „Adizero golfskórnir veita mér tækin til þess að ég geti verið léttur á fæti og nær jörðinni í hverju skrefi og sveiflu.“

Adizero er með 10 takka undir þar sem THINTECH low-profile tæknin er notuð til þess að auka stöðugleika.

Hægt er að fá Adizero golfskóna í 4 litum og er sérstök lína fyrir kvenkylfinga. Skórinn er væntanlegur á markað 24. janúar og er verðið $180 þ.e. í kringum 25.000 íslenskar krónur út úr búð í Bandaríkjunum.

Bleiki Adizero skórinn fyrir kvenkylfinga.

Bleiki Adizero skórinn fyrir kvenkylfinga.