
Frægir kylfingar: Sidney Poitier
Sidney Poitier fæddist í Miami, Flórída, 20. febrúar 1927 og er því 85 ára. Hann ólst hins vegar upp á Cat Island í karabíska hafinu. Poitier er frægastur fyrir að vera fyrsti blökkumaðurinn til þess að hljóta Óskarsverðlaun, en þau hlaut hann árið 1963. Sagt var að hann hafi alltaf verið með golfkylfu á tökustað og var sífellt að æfa gripið og sveifluna á milli tökuatriða.
Meðal best þekktu hlutverka hans eru „The Defiant Ones“ frá árinu 1958, en fyrir hlutverk sitt í þeirri kvikmynd varð hann fyrstur blökkumanna til að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlaunanna. Það var hins vegar fyrir hlutverk sitt í „Lillies of the Field“ sem hann hlaut verðlaunin eftirsóttu.
Sidney er félagi í Hillcrest (Kaliforníu) og á árunum í kringum 1950 spilaði hann golf frá morgni til kvölds. Eitthvað hefir dregið úr þessum mikla ákafa í golfleik nú, en hann grípur þó enn af og til í kylfuna. Meðan hann var á gullaldarárum sínum var haft eftir Poitier:
„Mér líkar við vinnuna, ég elska fjölskyldu mína, ég drekk með vinunum, ég fer í kirkju og spila mikið golf. Hvað er annað að gera? Ég meina: hvað annað?
Sidney Poitier er tvíkvæntur. Hann kvæntist fyrst Juanitu Hardy og voru þau gift 29. apríl 1950 – 1965. Hann hefir verið kvæntur Joönnu Shimkus, kanadísk-litúanskri-írskri leikkonu frá 23. janúar 1976. Hann átti 4 dætur með fyrri konu sinni og 2 dætur með seinni konu sinni: Beverly, Pamelu, Sherri, Ginu, Aniku, Sydney og Tamiiu.
- mars. 31. 2023 | 16:30 Gary Player þarf að „grátbiðja“ til að fá að spila á Augusta National
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Sigurbergsdóttir – 23. mars 2023
- mars. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Peter McEvoy og Davíð Arthur Friðriksson – 22. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore