Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 6. 2013 | 14:00

GKJ: Þórhallur Kristvinsson og Helgi Gunnarsson sigruðu í fyrsta vetrarmóti ársins – Myndasería

Fyrsta mót ársins á Hlíðavelli og þó víða væri leitað og um leið 10. á vetrarmótaröðinni fór fram 5. janúar s.l. Veðrið var eins og á góðum vordegi. Vallaraðstæður voru góðar, blautt á köflum en ágætar og ótrúlegt að hann skuli vera alveg auður, miðað við að það var klaki yfir öllum vellinum fimmtudaginn s.l., 3. janúar. Það voru 31 félagar og gestir sem tóku þátt og nutu þess að spila golf eftir hlé frá því fyrir jól. Það er skemmst frá því að segja að Þórhallur Kristvinsson sigraði í höggleiknum á 59 höggum og Helgi Gunnarsson í punktakeppninni með 31 punkt. Annars urðu helstu úrslit þessi:

Höggleikur:

1. Þórhallur Kristvinsson, 59 högg

2. Lárus Sigvaldason, 62 högg

3. Gunnar Árnason, 63 högg

 

Punktakeppni m/forgjöf:

1. Helgi Gunnarsson, 31 punktur

2. Helgi Pálsson, 29 punktar

3. Vilhjálmur Hafsteinsson, 29 punktar

Hægt verður að sjá myndir frá mótinu á gkj.is undir „myndasafn“.

Næsta mót er áætlað laugardaginn 12. janúar og fer að sjáfsögðu eftir veðri hvort af því verður.

 

Sjá má myndaseríu úr mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Heimild og myndasería: á heimasíðu GKJ