Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2013 | 19:15

GK: Axel og Signý fengu sérstaka viðurkenningu fyrir árangur og frammistöðu í golfinu 2012 og tilnefnd til titilsins Íþróttamaður Hafnarfjarðar

Það var mikið fjölmenni var á 30. Íþróttahátíð Hafnarfjarðar í Íþróttahúsinu við Strandgötu, 28. desember s.l. þar sem fram fór krýning á íþróttamanni Hafnarfirði.  Þetta var í fimmta skiptið sem “Íþróttakona og Íþróttakarl Hafnarfjarðar” voru valin, en í tuttugu og fimm ár þar áður var valinn “Íþróttamaður Hafnarfjarðar”.

Axel Bóasson, GK og Mississippi State - Íslandsmeistari í höggleik 2011. Mynd: Golf 1.

Axel Bóasson, GK og Mississippi State – Íslandsmeistari í höggleik 2011. Mynd: Golf 1.

Það voru þau Atli Guðnason knattspyrnumaður úr FH og Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona úr SH, sem voru krýnd Íþróttamenn Hafnarfjarðar 2012.

Tuttugu og einn afreksmaður fékk sérstaka viðurkenningu fyrir árangur og frammistöðu í sínum íþróttagreinum á þessu ári :

Atli Guðnason FH Knattspyrna
Óðinn Björn Þorsteinsson FH Frjálsaríþróttir
Stefán Rafn Sigurmannsson Haukar Handknattleikur
Marija Gedroit Haukar Handknattleikur
Axel Bóasson GK Keilir Golf
Signý Arnórsdóttir GK Keilir Golf
Guðbjartur Ísak Ásgeirsson Haukar Karate
Daníel Freyr Andrésson FH Handknattleikur
Dröfn Haraldsdóttir FH Handknattleikur
Orri Freyr Guðmundsson SH Sund
Hrafnhildur Lúthersdóttir SH Sund
Hákon Hrafn Sigurðsson SH Þríþraut
Birna Björnsdóttir SH Þríþraut
Sigurður Már Atlason DÍH Dans
Sara Rós Jakobsdóttir DÍH Dans
Daníel Ingi Smárason Sörli Hestaíþróttir
Hjörtur Már Ingvarsson Fjörður Sund
Kolbrún Alda Stefánsdóttir Fjörður Sund
Dagbjört Rún Guðmundsdóttir AÍH Akstursíþróttir
Sveinbjörg Zophoníasdóttir FH Frjálsaríþróttir
Hilmar Örn Jónsson FH Skylmingar

“Íþróttalið ársins 2012” var valið í sjöunda sinn og fyrir valinu varð hinn sigursæli Meistaraflokkur FH, í knattspyrnu karla, sem vann frækinn sigur á Íslandsmótinu í knattspyrnu árið 2012. FH tók þátt í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu og stóð sig vel. Liðið laðaði til sín í Kaplakrika flesta áhorfendur allra liða á keppnistímabilinu eða um 21 þúsund áhorfendur.

Á Íþróttahátíðinni voru jafnframt veittar viðurkenningar til á sjöunda hundrað íþróttamanna eða allra þeirra sem urðu Íslandsmeistarar eða 510 einstaklingar úr 13 íþróttafélögum í 24 íþróttagrein og 11 hópar Bikarmeistarar með félögum sínum í viðkomandi íþróttagreinum. Auk sérstakra viðurkenninga fyrir fimm Norðurlandameistaratitla og sex sundmenn sem syntu Ermasund.

Heimild: hafnarfjordur.is