Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 6. 2013 | 16:30

Rory hjálpar Caroline að komast yfir lofthræðslu í Sydney Tower Eye Skywalk – Myndskeið

Rory sleppti s.s. kunnugt er fyrsta mótinu á PGA Tour; hinu niðurrignda og veðurbarða Tournament of Champions í Kapalua á Hawaii; en nú hefir verið ákveðið að fyrsti hringur verði spilaður í dag og 2. hringurinn sömuleiðis. Búið er að stytta mótið í 54 holu mót og verður lokahringurinn spilaður á mánudag.  Flestir vorkenna kylfusveinunum, sem verða að bera fyrir pokana fyrir kylfinga sína á einum mest hæðótta golfvelli á túrnum  og það 36 holur í dag!

Rory grætur það varla að vera ekki veðurtafinn í móti – en hefir þess í stað skemmt sér konunglega með kærestunni Caroline Wozniacki, í Ástralíu.  Meðal þess sem þau skötuhjú tóku upp á var að fara upp í eina hæstu byggingu í Sydney.

Sjá má myndskeið af Rory og Caroline í háhýsinu í Sydney með því að SMELLA HÉR: 

Caroline er lofthrædd en hún tvítaði m.a. eftirfarandi: Really proud of myself, on top of the world in Sydney with @McIlroyRory pic.twitter.com/SSltxxMB  og m.a. myndina hér að ofan.  Eins hefir verið gaman hjá þeim í myndatöku með óperuhús Sydney í bakgrunni:

Rory og Caroline
Rory og Caroline

Rory flaug í dag til Abu Dhabi til þess að hefja æfingar fyrir fyrsta mótið sem hann tekur þátt í á árinu: Abu Dhabi HSBC Championship sem hefst eftir 10 daga þ.e. 17. janúar n.k.