
Tiger flutti frá Kaliforníu vegna skatta – skilur Phil
Meðan Phil Mickelson var að biðja almenning afsökunnar á því að hafa látið í ljós skoðanir sínar á skattalögum Bandaríkjanna og sérstaklega skattalögum Kaliforníu þá viðurkenndi Tiger Woods að hafa fluttst frá Kaliforníu vegna hárra skatta.
Í ríkjum, sem vinsæl eru meðal kylfinga s.s. Flórída og Texas eru engir tekjuskattar lagðir á af ríkinu sjálfu, öfugt við Kaliforníu, en síðan í nóvember 2012 hefir verið 13.3% tekjuskattur, sem kemur til viðbótar ríflega 39% alríkis-eða sambandsríkisskatti í Bandaríkjunum (en 39% tekjuskattur er lagður á þá sem eru að meðaltali með $1 milljón í tekjur á mánuði, en Phil fellur svo sannarlega í þann flokk). Bara á s.l. ári var Phil með $43 milljónir í auglýsingatekjur, sem eru utan við verðlaunfé hans.
Tiger sagði m.a. eftirfarandi á blaðamannafundi sínum fyrir Farmers Insurance sem hefst á Torrey Pines á morgun:
„Nú ég flutti héðan (frá Kaliforníu) ´96 af þessari ástæðu. Mér líkar við Flórída en ég skil líka hvað hann (Phil) var, held ég, að reyna að segja. Ég hugsa að hann muni útskýra það betur og í meiri smáatriðum síðar.“
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster
- janúar. 26. 2021 | 06:00 Þjálfarinn Claude Harmon III segir aðskilnaðinn við fv. nemanda sinn Brooks Koepka „hrikalegan“
- janúar. 25. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2020
- janúar. 25. 2021 | 05:00 Hvað var í sigurpoka Kim?
- janúar. 25. 2021 | 04:55 PGA: Si Woo Kim sigraði á American Express
- janúar. 24. 2021 | 23:59 LPGA: Jessica Korda sigraði á Diamond Resorts TOC!
- janúar. 24. 2021 | 17:00 Levy vann geggjaðan BMW með flottum ás!
- janúar. 24. 2021 | 16:30 Evróputúrinn: Tyrrell Hatton sigraði á Abu Dhabi HSBC mótinu!
- janúar. 24. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingvar Jónsson – 24. janúar 2021
- janúar. 24. 2021 | 08:00 PGA Tour Champions: Darren Clarke sigraði á Hawaii!
- janúar. 23. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2021)
- janúar. 23. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2021