Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2013 | 12:00

Tiger flutti frá Kaliforníu vegna skatta – skilur Phil

Meðan Phil Mickelson var að biðja almenning afsökunnar á því að hafa látið í ljós skoðanir sínar á skattalögum Bandaríkjanna og sérstaklega skattalögum Kaliforníu þá viðurkenndi Tiger Woods að hafa fluttst frá Kaliforníu vegna hárra skatta.

Í ríkjum, sem vinsæl eru meðal kylfinga s.s. Flórída og Texas eru engir tekjuskattar lagðir á af ríkinu sjálfu, öfugt við Kaliforníu, en síðan í nóvember 2012 hefir verið 13.3% tekjuskattur, sem kemur til viðbótar ríflega 39% alríkis-eða sambandsríkisskatti í Bandaríkjunum (en 39% tekjuskattur er lagður á þá sem eru að meðaltali með $1 milljón í tekjur á mánuði, en Phil fellur svo sannarlega í þann flokk).  Bara á s.l. ári var Phil með $43 milljónir í auglýsingatekjur, sem eru utan við verðlaunfé hans.

 Tiger sagði m.a. eftirfarandi á blaðamannafundi sínum fyrir Farmers Insurance sem hefst á Torrey Pines á morgun:

„Nú ég flutti héðan (frá Kaliforníu) ´96 af þessari ástæðu. Mér líkar við Flórída en ég skil líka hvað hann (Phil) var, held ég, að reyna að segja. Ég hugsa að hann muni útskýra það betur og í meiri smáatriðum síðar.“