PGA: Bubba Watson ekki með í Torrey Pines
Í kvöld hefst Farmers Insurance Open mótið á Torrey Pines í La Jolla, Kaliforníu. Sigurvegari Masters mótsins 2012, Bubba Watson hefir dregið sig úr mótinu vegna veikinda. Veikindi hafa verið að hrjá Watson-fjölskylduna og er Angie, kona Bubba líka veik. „Ég dró mig úr mótinu í morgun, hef ekki orku til að spila golf,“ tvítaði Watson. „Mér líður alveg eins og á Maui,“ en Bubba var þegar orðinn slappur á fyrstu mótum PGA í Hawaii fyrr í mánuðnum. Billy Mayfair tekur sæti Bubba í mótinu.
Evróputúrinn: Kaymer, Garcia, Santos og Fraser leiða þegar Qatar Masters er hálfnað
Það eru fjórir sem deila forystunni þegar Qatar Masters er hálfnað: Martin Kaymer, Sergio Garcia, Ricardo Santos og Marcus Fraser. Allir eru þeir búnir að spila á 9 undir pari, samtals 135 höggum; Fraser (68 67); Kaymer (68 67), Garcia (69 66) og Santos (65 70) . Fimmta sætinu deila fimm aðrir kylfingar þ.á.m. danski kylfingurinn Thorbjörn Olesen aðeins 1 höggi á eftir forystunni. Það er því aðeins 1 högg sem skilur að 1 og 9. sætið og hörkuspennandi keppni framundan næstu tvo daga um efsta sætið og eins á morgun um það hver nær niðurskurði en skorið er niður eftir 3 hringi. Til þess að sjá stöðuna á Qatar Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ingunn Einarsdóttir – 24. janúar 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Ingunn Einarsdóttir. Hún fæddist 24. janúar 1983 og á því 30 ára stórafmæli í dag!!! Ingunn er einn af afrekskylfingum Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Hún er menntaður viðskiptafræðingur og spilaði til margra ára fótbolta með Val. Ingunn spilaði á Eimskipsmótaröðinni á síðasta ári með góðum árangri og eins á mörgum opnum mótum. Ingunn er í sambúð með Sigurði Má Davíðssyni. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Ingunni til hamingju með daginn!!! Ingunn Einarsdottir (30 ára – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Kim Saiki Maloney, 24. janúar 1966 (47 ára); Adilson da Silva, 24. Lesa meira
GR: Stella Hafsteinsdóttir efst eftir 2. umferð Púttmótaraðar GR-kvenna 2013
Elín Sveinsdóttir í kvennanefnd GR-kvenna skrifar eftirfarandi um 2. púttmót GR-kvenna, sem fram fór í gærkvöldi: „Það var vel mætt á Korpuna í kvöld (þ.e. í gær), hátt í hundrað hressar konur komu og sýndu margar hverjar snilldartakta. Enn sem komið er, er besta skorið 29 högg og er það glæsilegur árangur. Nú er 2 kvöld að baki og 6 kvöld eftir og fleiri geta bæst í hópinn. Munið að það eru fjórir bestu hringirnir sem telja á endanum. Og talandi um slútt, takið frá föstudagskvöldið 8.mars. Þá höldum við veglegt Skemmtikvöld í Golfskálanum Grafarholti og krýnum Púttmeistara GR kvenna í með glæsibrag. Við viljum minna ykkur á að merkja Lesa meira
GSE: Aðalfundur Golfklúbbsins Setbergs haldinn fimmtudaginn 31. janúar n.k. að Flatarhrauni 3, kl. 20:00
Aðalfundur Golfklúbbsins Setbergs 2013 verður haldinn fimmtudaginn 31. janúar 2013 að Flatahrauni 3, Hafnarfirði, í sal félags eldri borgara í Hafnarfirði (Hraunsel). Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 20:00. Dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á s.l. ári. 3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis. 4. Stjórnarkosning. 5. Kosning tveggja endurskoðenda. 6. Kosning fulltrúa og varafulltrúa í þau samtök sem Golfklúbburinn Setberg er aðili að. 7. Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2013. 8. Önnur mál. Stjórn Golfklúbbsins Setbergs.
Thorbjørn Olesen með mikið sjálfstraust eftir 2. sætið í Abu Dhabi
Kylfingurinn danski Thorbjørn Olesen er, þótt ungur sé að árum, búinn að fá spilareynslu á rismótum golfsins. (Sjá m.a. kynningu Golf1.is á Olesen með því að SMELLA HÉR) Á s.l. ári spilaði Olesen þannig á Opna breska og varð T-9 (þ.e. jafn öðrum í 9. sæti) og lauk keppni í 27. sæti á PGA Championship. Olesen getur ekki beðið eftir næsta risamóti. „Eftir að hafa spilað í þessum risamótum veit ég hvað ég þarfnast til þess að keppa á hæsta stigi (leiksins). Að verða í 2. sæti í Abu Dhabi, meðal leikmanna, sem eru heimsins bestu kylfingar, hefir gefið mér sjálfstraust,“ sagði Olesen. „Nú hlakka ég til að spila í Bandaríkjunum Lesa meira
Graeme McDowell leikur í Srixon auglýsingu
Það er enginn eins og Graeme McDowell, eða hvað? Af myndinni að dæma sem fylgir þessari frétt hér að ofan mætti ætla að GMac ætti sér tvífara. En McDowell er ekki að keppa í Qatar og var ekki með þar áður í Abu Dhabi, þannig að myndin var tekin á hvorugum staðnum. Það sem GMac er að dunda sér við þessa dagana er að leika í nýrri Srixon auglýsingu ásamt Keegan Bradley. Þar birtist raunverulegur tvífari hans, en ekki Yasser Arafat heitinn, sem er á myndinni að ofan. Raunverulegur tvífari GMac birtist á myndinni hér að neðan, sem var tekin við tökur á auglýsingunnni, fyrir viku síðan, en á henni Lesa meira
Luke Donald endurnýjar samning við Mizuno – ætlar að einbeita sér að sigrum á risamótum
Luke Donald tilkynnti ekki um endurnýjun samninga við langtíma styrktaraðila sinn Mizuno með lúðrablæstri og leiksýningu fyrir alþjóðafjölmiðla né heldur með því að gera fyndna auglýsingu með félaga sínum Mizuno manninum Charles Howell III. Hann einfaldlega hringdi frá Flórída þar sem hann er að undirbúa sig fyrir 13. tímabilið sitt á PGA Tour. „Mér líkar bara að halda mig við það sem ég þekki,“ sagði Luke um samnings framlengingu sína og gaf ekki upp lengd samningstímabils né nánari skilmála samnings síns við Mizuno. „Ég hef verið hjá þeim í 10 ár og ég hef aldrei verið einhver sem svíkur lit.“ Mizuno er með „fjölskyldu andrúmsloft“ sagði Donald og honum líkar Lesa meira
Leikmenn MANU fylgjast með á Qatar Masters
Það er kunnara en frá þurfi að segja að golfíþróttin á sér marga aðdáendur meðal atvinnumanna í knattspyrnu og öfugt atvinnukylfingar a.m.k. í Evrópu eiga sér oft uppáhaldsknattspyrnulið sem þeir fylgjast með. Í dag voru leikmenn Manchester United að fylgjast með stjörnunum sem keppa á Qatar Masters. Þetta voru þeir Wayne Rooney, Ryan Giggs, Paul Scholes og Rafael og Nick Powell. Leikmenn MANU eru við æfingar í Doha og hafa eflaust tekið því fegins hendi að geta dreift huganum og slappað aðeins af með því að horfa á golf!
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Estanislao Goya – (25. grein af 28)
Hér í kvöld verður kynntur 3. kylfingurinn sem deildi 4. sæti í Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á PGA Catalunya golfvöllunum í Girona á Spáni 24.-29. nóvember 2012, með þeim Moritz Lampert og Peter Erofejeff, sem þegar hafa verið kynntir. Það var argentínski kylfingurinn Estanislao Goya. Estanislao Goya fæddist 1. júní 1988 í Cordóba í Argentínu og verður því 25 ára á árinu. Í Argentínu er Tano eins og hann er kallaður félagi í El Potrerillo de Larreta golfklúbbnum. Tano gerðist atvinnumaður í golfi 2007 þ.e. fyrir 6 árum þá 18 ára og komst strax í gegnum Q-school Evrópumótaraðarinnar, 2007. Til þess að halda spilaréttindum sínum á Evrópumótaröðinni 2013 varð hann hins Lesa meira










