
Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Lisa McCloskey – (22. grein af 27)
Næst verða kynntar þær tvær sem deildu 5. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school LPGA, sem fram fór á Daytona Beach 28. nóvember – 2. desember 2012; Lisa McCloskey og Chie Arimura.
Byrjað verður á að kynna bandarísku stúluna Lisu McCloskey.
Lisa McCloskey fæddist 7. ágúst 1991 í Bogota, Kólombíu, dóttir Jeff og Maríu McCloskey og er því 21 árs. Hún á einn bróður, Jay.
Lisa var í verðlaunasæti á USGA Public Links mótinu 2012 og varð í 2. sæti 2008.
Lisa var í University of Southern California (USC) og útskrifaðist í fyrra með gráðu í alþjóða samskiptum. Öll ár sín í háskóla var hún All-American í USC og Pepperdine. Hún spilaði með golfliði USC og má sjá afrek hennar að öðru leyti með því að SMELLA HÉR:
Lisa var í liði Bandaríkjanna í Curtis Cup 2012 og var valin í lið Bandaríkjanna í World Amateur 2012.
Hún komst á LPGA í fyrstu tilraun og þykir mikill framtíðarkylfingur.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024