Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2013 | 10:00

Afsökunarbeiðni Phil Mickelson

Atvinnukylfingurinn Phil Mickelson, sem býr í San Diego, Kaliforníu sendi frá sér afsökunarbeiðni í gær, eftir mikla gagnrýni almennings í Bandaríkjunum; eftir að hann gaf í skyn að hann væri að hugsa um að flytja frá Kaliforníu eða jafnvel draga sig í hlé úr golfi vegna hækkanna á sambandsríkja (ens. federal) og ríkjaskattinum (ens. state tax) í Kaliforníu.

Mickelson fannst hann verða að skýra yfirlýsingar sínar sem hann lét í ljós eftir Humana Challenge mótið í La Quinta Country Club. Hann sagði m.a.:

„Í augnablikinu er ég, líkt og margir Bandaríkjamenn, sem eru að reyna að skilja skattalögin, að læra inn á þau og tala við fólk, sem er að reyna að hjálpa mér að taka skynsamar og upplýstar ákvarðanir. Ég hef svo sannarlega ekki ákveðið plan á þessari stundu, en eins og allir aðrir vil ég taka ákvarðanir sem eru bestar fyrir framtíðina og fjölskyldu mína.  Fjármál og skattar eru einkamál og ég hefði ekki átt að gera skoðanir mínar á þeim heyrinkunnar. Ég bið þá afsökunar sem ég hef pirrað eða móðgað og fullvissa ykkur um að ég ætla að sjá til þess að þetta endurtaki sig ekki aftur.“

Len Burman, meðhöfundur bókarinnar „Taxes in America: What Everyone Needs to Know“ var einn þeirra sem pirraðist á ummælum Mickelson.  Hann skrifaði m.a. að Mickelson yrði að „hætta þessu væli og vera þakklátur fyrir að þéna svona mikla peninga við að spila golf og selja kylfur (jafnvel eftir skatta).“

Það sem Phil og fleiri ríkir Kaliforníubúar eru að setja fyrir sig er 13,3% skattur skv. frumvarpi nr. 30 (ens. Proposition no. 30). Hvað myndi Phil segja ef skattleggja ætti hann skv. íslenskri skattalöggjöf en hér á landi er 31,8% skattur tekinn af launum sem eru kr. 704.367 og meira á mánuði og myndi Phil svo sannarlega falla í þann flokk???!!!

Heimild: Examiner.com (að hluta)